Wise Tengingar
Tengdu Business Central hjá Wise við þín kerfi
Wise býður tengingar við fjölda kerfa sem fyrirtæki nota í sínum daglegu störfum.
Tengingar
Við tengjum þig
Þjóðarsýn
Þjóðarsýn er beintenging Business Central við Þjóðskrá Íslands. Beintenging auðveldar skráningu og utanumhald viðskiptamanna, lánadrottna, forða og starfsmenn ásamt því að staðfesta kennitölu, nafn og heimilisfang. Þú sparar tíma þar sem ekki er lengur þörf á að staðfesta með öðrum leiðum upplýsingar um viðskiptamenn og sparar innslátt upplýsinga í viðskiptamannagrunn.
Póststoð
Póststoð er skráningarkerfi Póstsins sem auðveldar skráningu og utanumhald ásamt umsýslu sendinga. Wise hefur útbúið beintengingu við þessa vefþjónustu Póstsins sem gerir viðskiptavinum kleift að stofna sendingar beint úr sölupöntunum, sölureikningum og bókuðum söluskjölum í Business Central.
Godo hótel
Godo hóteltengill gerir notendum kleift að lesa gögn til og frá hótelkerfi Godo. Tengillinn gefur hótelkerfinu möguleika á að nýta sér m.a. staðlaða reikningagerð og reikningavinnslu í Business Central í gegnum API vefþjónustur.
APX
APX tengill Wise gerir viðskiptavinum kleift að sækja verðbréfahreyfingar frá APX kerfi Íslandsbanka og bóka inn í fjárhag í BC. Hægt að er setja upp möppun á vörslureikningum inn á ákveðna fjárhagslykla til þess að einfalda bókanir inn í fjárhag. Allar upplýsingar um verðbéfaviðskipti eru þá komin inn í fjárhag á einfaldan hátt.
Matrix Loan
Með Matrix Loan verðbréfatengli Wise er mögulegt að lesa inn verðbréfahreyfingar frá Matrix Loan kerfi Five Degrees. Með innleiðingu er hægt að ná fram töluverðum sparnaði í tíma við bókun verðbréfaupplýsinga inn í fjárhag í Business Central.
Kría tengill
Kría tengill Wise gerir viðskiptavinum kleift að taka við lífeyrisfærslum frá lífeyrissjóðskerfinu Kríu og bóka inn í fjárhag í Business Central. Sett er upp möppun á deildum og fjárhagsreikningum til þess að einfalda skráningu í færslubók. Allar lífeyrisfærslur eru þá komnar inn í færslubók á einfaldan hátt.
H3 Laun
H3 launatengill Wise gerir notendum kleift að lesa inn gögn úr H3 launakerfi yfir í færslubók í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Gögnin eru lesin inn með textaskrá eða í gegnum vefþjónustu. Tengillinn minnkar villuáhættu því handsláttur á milli kerfa verður óþarfur. Uppsetningarálfur fylgir til að auðvelda uppsetningu.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman