Skip to main content Skip to footer

Veflausnir

Stafrænar veflausnir sem gera þér kleift að mæta þörfum viðskiptavina

Við bjóðum úrval stafrænna veflausna fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem gera þeim kleift að veita einstaklingum og fyrirtækjum rafræna þjónustu. Lausnirnar eru allar fullkomlega samþættar við Business Central og eiga það sameiginlegt að gera íbúum og öðrum viðskiptavinum kleift að afgreiða sig sjálfir, ferlar eru sjálfvirknivæddir og fækka um leið dýrmætum handtökum starfsfólks. 

Lausnirnar

Lausnir sem umbreyta þjónustu

Veskislausn

Með Wise Wallet geta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög boðið viðskiptavinum að vista kortin sín í farsímanum sem veitir þeim aðgang að fyrirframgreiddri vöru, þjónustu eða viðburði.

Sjá nánar

Rafrænar umsóknir

Vefgátt fyrir íbúa þar sem er hægt að sækja um þjónustu hjá sínu sveitarfélagi á borð við mataráskrift, hundaleyfi, frístundabíl, sorptunnuskipti ofl.

Sjá nánar

Þjónustuvefur

Veittu einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að sínu svæði þar sem er hægt að nálgast viðskipta- og hreyfingayfirlit ásamt því að hafa aðgang að rafrænum umsóknum. 

Sýndarkort

Tryggðu viðskiptavinum örugga greiðslumiðlun á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin tryggir að upplýsingar um raunverulegt kortanúmer sé hvergi skráð og sparar um leið vinnu starfsfólks.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.