Skip to main content Skip to footer

Tasklet Factory

Tasklet Factory hefur þróað fyrsta flokks vöruhúsalausn. Handhæga handtölvulausn fyrir vöruhúsastarfsmenn sem tengist beint við Business Central. Kerfið er notendavænt og auðvelt í uppsetningu.

Með handtölvunni getur þú tekið á móti, gengið frá, fært eða tekið til vörur í pöntun, skráð breytingar í handtölvuna, framkvæmt vörutalningu, aðlagað magn, séð hvað er í hólfi, staðsett vöru í vöruhúsi og prentað til strikamerki, afhendingarseðla og fleira. Starfsmaður vöruhússins þarf ekki að fara á starfsstöð heldur getur gert allt beint úr handtölvunni.

Tasklet Factory

Í stuttu máli

  • Notendavænt viðmót sem leiðir notendur áfram
  • Bein tenging við Microsoft Dynamics 365 Business Central
  • Fljótlegt og auðvelt í uppsetningu
  • Auðvelt að sérsníða fyrir flæði vöruhúss, eða taka út ónotaða hnappa
  • Einfalt að telja og sjá staðsetningu vara eftir strikamerkjum
  • Prentun á strikamerkjum og fleiru beint úr handtölvu
  • Skjöl bókuð beint úr handtölvu, t.d. sölupantanir og eða móttaka
  • Betra utanumhald á varahlutum
  • Vörunúmer tengjast beint við strikamerki vöru og staðsetningu sem minnkar hættu á mistökum

Tasklet Factory

Eiginleikar kerfisins

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.