Microsoft Dynamics Business Central
Einfaldara bókhald í skýinu
Business Central er alhliða viðskipta- og bókhaldslausn í skýinu sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Kerfið veitir heildstæða yfirsýn yfir reksturinn með því að tengja saman gögn úr fjárhagi, innkaupum, birgðastjórnun, sölu og þjónustu við viðskiptavini.
Með Business Central ásamt sérkerfum Wise færðu heildstæða viðskiptalausn sem gerir þér kleift að reka fyrirtækið þitt, stofnun eða sveitarfélag í einni og sömu skýjalausninni.
Þú einfaldlega velur þann pakka sem hentar þínum rekstri og færð upplýsingar um áætlaðan kostnað við áskrift og innleiðingu.
Náðu nýjum hæðum
Viðskiptalausnin sem vex með þér
Reglulegar uppfærslur
Í skýjaumhverfi (SaaS) Microsoft færðu alltaf nýjustu útgáfu af Business Central og eru sérkerfi Wise aðgengileg um leið og þau koma út.
Auðvelt aðgengi
Business Central er aðgengilegt í gegnum vafra eða með Business Central appinu sem gerir þér kleift að nálgast gögnin þín hvar og hvenær sem er.
40 sérkerfi í AppSource
Wise hefur þróað 40 sérkerfi (e. apps) sem viðbót við Business Central og eru þau aðgengileg í gegnum Microsoft AppSource. Þú bætir við þeim sérkerfum sem henta þínum rekstri.
Örugg vistun og afritun
Vistun og afritun gagna á sér stað í öruggu skýjaumhverfi Microsoft.
Sveigjanleg áskrift
Þú hefur alltaf þann kost að stækka eða minnka þína mánaðarlegu áskrift með því að breyta fjölda notenda eða kaupa ódýrari leyfi gegn bindingu.
Fjölmargar samþættingar
Business Central tilheyrir stórri fjölskyldu Microsoft lausna sem allar tala saman. Það er lítið mál að tengja kerfið við vinsælar lausnir á borð við Microsoft 365, Teams, Power BI og Microsoft CRM.
Gervigreindin léttir undir
Með Copilot í Business Central geta fyrirtæki boðið starfsfólki sínu tól sem eflir sköpunarkraftinn og sparar enn meiri tíma. Copilot sparar starfsfólki dýrmætan tíma og auðveldar dagleg störf, t.d. við skýrslugerð, gagnagreiningu, skrifa vörulýsingar, spyrja um vörustöðu á lager, aðstoða við afstemmingu bankareikninga og miklu fleira.
Stafvæðing ferla og sjálfvirkni
Með Microsoft Power Platform má með einföldum hætti stafvæða ýmsa ferla, t.d. öpp í stað gátlista, app fyrir vörutalningu o.fl., sjálfvirknivæðing á stofnun reikninga eða meðhöndlun á innkaupareikningum.
Wise Viðskiptalausnir
Heildarpakkar sem innihalda Business Central og valin sérkerfi Wise
Blogg
Fyrirsjáanleiki í kostnaði er mikilvægur í rekstri fyrirtækja
Fyrirtæki þurfa ekki að óttast óvæntan kostnað við rekstur og notkun skýjaumhverfis. „Með skýjalausn geta fyrirtæki treyst því að vera alltaf með nýjustu útgáfuna af t.d. Business Central sem þýðir að ekki þarf að áætla stórar hugbúnaðaruppfærslur fram í tímann, sem geta verið ansi þungar og kostnaðarsamar. Með því að vera með reksturinn og tölvukerfin í skýinu eru slíkar áhyggjur úr sögunni, því uppfærslur verða oftar og eru minni.
Hvað er innifalið?
Allt sem þú þarft til að reka fyrirtækið þitt
Viðskiptavinir velja á milli tveggja leyfa; Essential eða Premium. Í Premium bætist við þjónustustjórnun og framleiðsla til viðbótar við það sem er innifalið í Essential leyfinu. Hægt er að bæta Team Member notendaleyfi við bæði leyfin.
Essential
Fjármál
Þú getur bókað virðisaukaskatt, fjárhagsfærslur, færslubækur, útistandandi kröfur ofl. Hægt er að notast við víddir til að stýra hvert tekjur og kostnaður bókast og er rekjanleiki til staðar. Kerfið aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana og með tilbúinni samþættingu við Power BI öðlast þú betri innsýn í fjárhagsgögnin með lifandi mælaborðum.
Essential
Sala og innkaup
Hægt er að búa til og bóka innkaupapantanir, sölupantanir, innkaupareikninga, sölureikninga ásamt standandi sölu- og innkaupapantanir. Auk þess er hægt að stjórna ferlum fyrir sölur og viðskiptamenn ásamt innkaup og lánadrottna.
Essential
Mannauður
Aðstoðar þig við alla almenna mannauðsstjórnun, m.a. við að halda utan um upplýsingar um starfsfólk, ráðningasamninga og önnur trúnaðargögn. Starfsfólk getur skráð tímana sína á einfaldan hátt og stjórnendur samþykkt tímaskráningar. Einnig er hægt að skrá fjarvistir sem má t.d. nýta í tölfræði.
Essential
Viðskiptatengsl
CRM eiginleiki Business Central styður við markaðs- og sölustarfið. Þú færð innhólf fyrir fyrirtækið þitt í Outlook, getur skipulagt herferðir og stýrt verðlagningu ásamt því að skipta tengiliðum í viðtakendahópa. Fyrir þá sem þurfa sérhæfðari CRM eiginleika þá er Business Central samþætt Dynamics 365 Sales.
Essential
Verkefnastýring
Þú getur sett upp verkáætlun, bókað forða, ásamt því að veita nauðsynlegar upplýsingar til að halda utan um kostnaðaráætlun og fylgjast með framgangi verkefna. Verkefnastjórar öðlast góða yfirsýn, ekki aðeins yfir einstaka verkefni heldur einnig ráðstöfun forða (t.d. starfsfólks), vélbúnaði og öðru sem er notað í öllum verkefnum.
Essential
Birgðastýring
Almenn birgðastýring þar sem m.a. er hægt að setja upp vöruflokka, skilgreina eigindi vara og rekja þær. Einnig er hægt að skrá birgðir á mismunandi staðsetningum, líkt og vöruhús, dreifingarstöð og verslun ásamt því að skrá flutning á vörum á milli staðsetninga og halda utan um verðmæti þeirra.
Essential
Vöruhúsastýring
Tryggir rétta birgðastöðu, ásamt þvi að koma sendingum og klára pantanir á réttum tíma. Það gerir þér kleift að rekja sendingar, stýra vörum í mismunandi hólfum og stofna innkaupapantanir á einfaldan hátt. Sjálfvirknivæðing endurtekinna verkefna og aðgangur að rauntímagögnum sem veitir nauðsynlega innsýn til að taka ákvarðanir hratt og örugglega.
Essential
Alþjóðleg starfsemi
Hægt er að fá fleiri en eitt production umhverfi gegn aukagjaldi og fylgja með því þrjú sandbox umhverfi. Þannig er t.d. hægt að setja upp sér umhverfi fyrir starfsemi erlendis sem er aðlagað að viðkomandi markaðssvæði t.d. hvað varðar skattareglur og VSK skýrslur.
Essential
Önnur virkni
Hægt er að vinna með marga gjaldmiðla og gera upp í erlendri mynt. Þú færð frían aðgang fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda og getur stofnað ótakmarkaðan fjölda fyrirtækja ef um er að ræða tengt eignarhald.
Premium
Þjónustustýring
Aðstoðar þig við að veita betri þjónustuupplifun með stjórnun á skipulagi, verði og úthlutun verkefna til starfsfólks og teyma ásamt utanumhaldi þjónustu- og ábyrgðasamninga. Úthlutaðu verkbeiðnum á starfsfólk út frá þekkingu og hverjir eru lausir. Fylgstu með stöðu verkbeiðna og fáðu yfirsýn yfir forgangsmál, álag og framgang beiðna.
Premium
Framleiðsla
Einfaldaðu og straumlínulagaðu framleiðsluferlana. Þú getur búið til og sett upp ferla fyrir framleiðslupantanir, reiknað út hámarks framleiðslugetu, skipulagt magn efnis til framleiðslu og stjórnað afköstum fyrir framleiðslustöðvar. Einnig getur þú haldið utan um upplýsingar um starfsfólk, reynslu, þekkingu, menntun ofl.
Microsoft Solutions Partner for Business Applications
Til að hljóta þessa vottun þarf að hafa sýnt fram á víðtæka getu til að veita þjónustu og ráðgjöf vegna lausna á borð við Microsoft Dynamics 365 og Microsoft Power Platform ásamt skuldbindingu sem snýr að þjálfun og vottunar sérfræðinga.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman