Business Central
Business Central er alhliða viðskiptakerfi í skýinu og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Með kerfinu tryggir þú samfellu í rekstri og tengir sölu-, þjónustu-, fjármál- og rekstur til að aðlagast hraðar og skila árangri.
Business Central í skýinu er hagkvæm og þægileg leið sem gefur kost á viðskipta- og bókhaldslausnum í mánaðarlegri áskrift.
Nú getur þú valið þína leið og reiknað áætlaðan kostnað við áskrift og innleiðingu. Reiknivélin leiðir þig í gegnum hvað hver leið kostar og hvað innifalið í Wise Viðskiptalausnum.
Wise býður mikið úrval íslenskra viðskiptalausna fyrir Business Central sem hægt er að nálgast á AppSource.

Wise viðskiptalausnir fyrir Business Central
TIlboð
40% afsláttur af Business Central í skýinu
Til að aðstoða viðskiptavini okkar upp í skýið býður Wise og Microsoft upp á tilboð sem veitir 40% afslátt af notendaleyfum í Business Central í skýinu í 3 ár. Tilboðið býðst núverandi BC/NAV viðskiptavinum sem eru með virk eignar- eða áskriftarleyfi. Nýttu tækifærið og komdu með okkur í skýið.


Bókhaldskerfi í áskrift
Í stuttu máli
- Í skýjaumhverfi Microsoft færðu alltaf nýjustu útgáfu af Business Central.
- Kerfið er einungis aðgengilegt í gegnum vafra (e. browser) eða með Business Central appinu
- Þú getur Bætt við Wise sérlausnum sem henta þínum rekstri.
- Vistun og afritun gagna í fullkomnu skýjaumhverfi Microsoft.
- Kostur á breytilegum fjölda notenda í hverjum mánuði eða ódýrari leyfi með bindingu.
- Samþætting við Office 365, Teams og Power BI
Business Central í skýinu
Hvað er innifalið
- Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
- Möguleiki á mörgum umhverfum
- Fjármálastjórnun
- Sala og markaðssetning
- Innkaup og birgðir
- Verkefnastjórnun
- Vöruhúsastjórnun
- Þjónustustjórnun
- Framleiðsla

Tengjumst
Við skoðum þetta saman