Skip to main content Skip to footer

Sjálfvirknivæðing

Hagræðingin felst í því að fullnýta þá tækni sem er til staðar hjá fyrirtækjum til að starfsfólk þurfi ekki að sinna verkefnum sem eru endurtekningasöm og viðkvæm fyrir innsláttarvillum. Starfsfólk hefur tíma til að sinna því sem sannarlega skiptir máli og skapa virði fyrir fyrirtækið.

Ferlar í fjárhag er ráðgjafalausn þar sem við rýnum í ferla og verklag og komum með ráðgjöf og úrlausnir sem auka afköst starfsfólks og hagræðingu fyrir reksturinn.
Úrlausnirnar snúa að ferlum í Microsoft Dynamics 365 Business Central og tengdum sérkerfum. Ráðgjafi fer yfir helstu atriði sem hægt er að fínpússa með áherslu á sjálfvirknivæðingu ferla og stöðugt flæði gagna ásamt rafrænum lausnum, reikningum, samningum og samþykktum.

Hvað er innifalið?

  • Undirbúningsgreining á ferlum í fjárhag 
  • Aukin sjálfvirkni og stafræn umbreyting
  • Hvar er hægt að nýta kerfið betur
  • Sérkerfi Wise
  • Uppsetning á sjálfvirkum aðgerðum
  • Sjálfvirkur innlestur gagna frá banka
  • Sjálfvirkur innlestur rafrænna reikninga
  • Sjálfvirkar sendingar gagna 
  • Sjálfvirkni þegar reikningur er bókaður þá verður til kröfukeyrsla/krafa í banka 
  • Sjálfvirkar áminningar um ósamþykkta reikninga 
  • Sjálfvirkar sendingar rafrænna reikninga 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.