Á einfaldan hátt eru reikningar myndaðir eftir tímabilum sem skráð eru í samninginn. Þegar kostnaður er bókaður á samning sér kerfið um að mynda pöntun og innkaupareikning á móti. Mögulegt er að hafa uppskrift sem grunn að upphæð í hverri samningslínu. Samningar bjóða upp á vísitölubindingu og einnig er hægt að velja á milli mismunandi gjaldmiðla eftir samningum. Fyrir samþykktarferli er hægt að staðfesta og hafna samningum og læsa þeim þegar búið er að samþykkja þá. Einfalt er að setja inn athugasemdir við einstaka samninga og senda í tölvupósti.
Samningakerfi
Samningakerfi Wise gerir notendum kleift að halda utan um samninga og sögu þeirra.
Kerfið hentar sérstaklega vel fyrir leigumiðlun, þjónustusamninga, útleigu á tækjum, bíla- og veltuleigu. Kerfið tengist fjárhags-, forða-, eigna- og birgðakerfi Dynamics 365 Business Central og styður alla staðlaða virkni.


Samningakerfi
Í stuttu máli
Tengjumst
Við skoðum þetta saman