Skip to main content Skip to footer

Microsoft 365

Öll uppáhalds vinnutólin þín á einum stað

Microsoft 365 í skýinu er heil svíta lausna sem allar eru samþættar, hönnuð til að mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Lausnin sameinar allt það besta sem Office hefur upp á að bjóða ásamt öflugum skýjalausnum, tækjastjórnun og fyrsta flokks öryggi.

Microsoft 365 gerir starfsfólki kleift að vinna á skilvirkan máta, eiga fyrirhafnalausa samvinnu og vera örugg öllum stundum. 

Innifalið

Allt í einni öruggri lausn

Aukin framleiðni

Tólin sem við þekkjum öll og treystum; Word, Excel, PowerPoint, Outlook og OneNote - og þú ert alltaf með nýjustu útgáfuna. Gögnin eru geymd í öruggri skýjageymslu OneDrive þar sem hægt er að stýra og hafa aðgang að gögnunum hvar og hvenær sem er. 

Meiri samvinna

Með SharePoint verður samvinnan einfaldari með svæðum sem halda utan um hvert verkefni, teymi, deildir og svið. Deildu skjölum, gögnum, fréttum og öðru efni með einföldum hætti. Microsoft Teams er eitt öflugasta tólið sem völ er á fyrir samskipti, hópavinnu, fjarfundi og fjarvinnu. Í Teams er einfalt að tengja saman fjölmargar þjónustur í Microsoft 365 og gera þær aðgengilegar á einum stað fyrir alla í teyminu. 

Öryggi og áreiðanleiki

Windows 11 stýrikerfið inniheldur fjölmarga innbyggða öryggiseiginleika sem vernda gögnin þín, tækin og persónuupplýsingar. Auk þess er uppitími kerfisins 99.9%. Enterprise Mobility + Security tryggir öryggi þvert á tæki starfsfólks, óháð starfsstöð, með aukenningu og aðgangsstýringu.

Hagkvæm og skalanleg

Sveigjanlegar áskriftarleiðir gera það að verkum að lausnin hentar allt frá litlum til stærri fyrirtækja. Sjálfvirkar uppfærslur tryggja að þú hafir alltaf aðgang að nýjustu fítusunum og öryggiseiginleikunum. 

Windows 11

Hannað með öryggi í huga

Windows 11 er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft, hannað til að veita nútímalegt, straumlínulagað og öruggt vinnuumhverfi. Ferskt viðmót og enn meiri snerpa en áður bætir notendaupplifun. Windows 11 er fullkomlega samþætt Microsoft 365 sem aðstoðar þig við að bæta framleiðni með vel tengdu og skilvirku vistkerfi. 

Windows 11 er fyrst og fremst hannað með öryggi í huga og þarf vélbúnaðurinn að uppfylla meiri kröfur en áður svo hægt sé að uppfæra í nýju útgáfuna. 

Microsoft 365

Aðrar samþættar lausnir

Power Platform

Lausnir sem gera starfsfólki kleift að búa til sérsniðin forrit, sjálfvirk verkflæði og greina gögn með lítilli eða engri forritun. Umhverfið byggir á Power BI, Power Apps, Power Automate og Power Pages sem allar geta staðið einar og sér en eru líka fullkomlega samþættar við Microsoft 365.

Microsoft Viva

Microsoft Viva er öflug svíta lausna sem allar eiga það sameiginlegt að snúa að upplifun starfsfólks. Lausnirnar eru hannaðar til að bæta framleiðni, samvinnu og vellíðan starfsfólks á vinnustaðnum. Innbyggt í Microsoft 365 og Microsoft Teams þá sameinar Viva samskipti, þekkingu, fræðslu og innsýn inn í núverandi verkflæði. 

Sjá nánar

Copilot

Hagnýttu gervigreind í þeim tólum sem starfsfólkið er þegar að nota í sínum daglegu störfum. Copilot léttir undir með starfsfólki með því að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni, stuðlar að aukinni samvinnu og aðstoðar við efnissköpun.

Sjá nánar

Viva Engage

Nýr samfélagsmiðill fyrir þinn vinnustað

Meta Workplace hefur gefið út að Workplace verði lagt niður innan tíðar. Þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Workplace í dag eða höfðu hugsað sér að taka það í notkun á næstunni standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja hvað kemur í staðinn.

Þau fyrirtæki sem þegar eru með Microsoft leyfi ættu að kynna sér sérstaklega Viva Engage sem er að finna í Microsoft Viva svítunni og er samhæft með Microsoft 365 umhverfinu.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.