Skip to main content Skip to footer

Ferlagreiningar

Vel hannaðir ferlar auka gæði þjónustu og skilvirkni í rekstri

Ferlagreining er einföld en öflug leið til þess að greina mörg lög ferla innan fyrirtækis sem snerta marga mismunandi aðila, deildir og jafnvel stofnanir. Ferlagreining er skilvirk og gagnleg leið til þess að koma auga á vandamál, sjá hvar svigrúm er til að bæta og innleiða breytingar. Einnig hefur ferlagreining reynst þverfaglegum teymum góð leið til að auðvelda og greiða fyrir samvinnu sem og endurspegla verklag.

Ferlagreiningar

Sem viðskiptavinur Wise nýtur þú góðs af víðtækri þekkingu og færni sérfræðinga okkar í greiningum og umbótum verkferla sem tengjast þínum rekstri. Tækninni fleygir hratt fram og dagleg störf gefa lítið svigrúm til að tileinka sér nýjustu verkferla og aðferðir, þar koma ferlagreiningar Wise inn í myndina. 

Hönnun

Allar skipulagsheildir eru byggðar á ferlum. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki í einkarekstri, ríkisstofnanir eða félagasamtök þar sem lykilstarfsemin er framleiðsla, sala eða þjónusta. Hvernig ferlarnir eru hannaðir getur haft mikil áhrif á gæði þjónustu sem og skilvirkni og hagkvæmni innan skipulagsheildarinnar.

Öflugt tól

Ferlagreining er einföld en öflug leið til þess að greina mörg lög þjónustuferla sem getur snert marga mismunandi aðila, deildir og jafnvel stofnanir. Ferlagreining er skilvirk og gagnleg leið til þess að koma augu á vandamál, sjá hvar er svigrúm til að bæta ferli og innleiða breytingar.

Ferlagreiningar Wise

Ferlagreiningum er skipt í tvo flokka

Verkferlagreiningar – ítarleg greining á verkferlum innan skipulagsheilda er framkvæmd. Greiningin byggir á viðtölum/samtölum við hagsmunaaðila en mikilvægt er að greinandi hafi greiðan aðgang að þeim aðilum sem starfa innan ferlisins. Í lok greiningar er gefin skýrsla þar sem núverandi ferli er lýst og möguleikar til umbóta listaðir. 

Kerfisgreiningar – greining á tæknilegu umhverfi fyrritækja er framkvæmd. Greiningin byggir á viðtölum/samtölum við stjórnendur þar sem kerfum og þeim hlutverkum sem þau sinna er lýst. Í lok greiningar er gefin skýrsla þar sem núverandi umhverfi er lýst og möguleikar til umbóta eru listaðir

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.