Skip to main content

Ráðgjöf & þjónusta

Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og tengslum. Viðskiptavinir okkar, með þjónustusamning, hafa kost á að hringja í þjónustusíma Wise fyrir úrlausnir á einföldum fyrirspurnum, hafa aðgang að „sínum“ tengilið hjá Wise. Ráðgjafar Wise eru reiðubúnir að aðstoða þig við greiningar og mæla með lausnum sem henta þínu fyrirtæki.

Ráðgjafar Wise hafa áratugalanga reynslu í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Við hlökkum til að taka næstu skref inn í framtíðina með þér og þínu fyrirtæki.

Stafræn umbreyting

Wise býður uppá ráðgjöf í stafrænni umbreytingu fyrir fyrirtæki. Ráðgjafar hafa víðtæka reynslu af skipulagi og hönnun viðskiptaferla, ráðgjöf og innleiðingu á stórum sem smáum stafrænum lausnum.

Ferlagreiningar

Ferlagreining er einföld en öflug leið til þess að greina mörg lög þjónustuferla sem getur snert marga mismunandi aðila, deildir og jafnvel stofnanir. Ferlagreining er skilvirk og gagnleg leið til þess að koma augu á vandamál, sjá hvar er svigrúm til að bæta ferli og innleiða breytingar. Einnig hefur ferlagreining reynst þverfaglegum teymum gott tól til að auðvelda og greiða fyrir samvinnu og endurspegla verklag.

Sjálfvirknivæðing

Hagræðingin felst í því að fullnýta þá tækni sem er til staðar hjá fyrirtækjum til að starfsfólk þurfi ekki að sinna verkefnum sem eru endurtekningasöm og viðkvæm fyrir innsláttarvillum. Starfsfólk hefur tíma til að sinna því sem sannarlega skiptir máli og skapa virði fyrir fyrirtækið.

Þjónusta

Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og tengslum við viðskiptavini okkar. Ráðgjafar Wise eru reiðubúnir að aðstoða þig við greiningar og mæla með lausnum sem henta þínu fyrirtæki.

Viðskiptavinir okkar, með þjónustusamning, hafa kost á að hringja í þjónustusíma Wise fyrir úrlausnir á einföldum fyrirspurnum, hafa aðgang að „sínum“ tengilið hjá Wise, fá 15% afslátt af allri þjónustu og fá send boðskort á helstu viðburði og námskeið sem tengjast viðskiptahugbúnaðinum. Ráðgjafar Wise eru reiðubúnir að aðstoða þig við greiningar og mæla með lausnum sem henta þínu fyrirtæki.


Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.