Skip to main content

Viðskiptagreind

Sérlausnir Wise á sviði viðskiptagreindar veita fjölbreytta sýn til að skoða og greina lykilupplýsingar sem og koma þeim frá sér á skiljanlegan máta.

Viðskiptagreind Wise veitir þér skýrari sýn yfir rekstrargögnin þín og er sérhannað umhverfi fyrir úrvinnslu gagna úr Dynamics 365 Business Central sem og tengdum kerfum og miðlun verðmætra upplýsinga.

Tilbúin mælaborð

Power BI

Fáðu betri yfirsýn yfir reksturinn og taktu upplýstari ákvarðanir með BI (Business Intelligence).

BI nýtir gögn viðskiptakerfa fyrirtækja og breytir þeim í gagnlegar og myndrænar upplýsingar sem auðvelt er að nota og túlka. Power BI mælaborð eru gagnvirk, myndræn og auðvelt er að deila þeim með öðrum notendum.  Mælaborðin gefa góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og aðstoða við að koma auga á tækifæri og áhættur í rekstrinum.

Viðskiptagreind

Úrvinnsla gagna

Hugbúnaðurinn vinnur jafnt á raungögnum sem og OLAP teningum (Business Intelligence) með vöruhús gagna sem millilag og bjóða þar með upp á margvíslegar leiðir til að rýna rekstrargögn og veita yfirsýn yfir reksturinn. Uppsetningin er einföld og fljótlegt er að tileinka sér kerfið.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.