Skip to main content Skip to footer

Aukin áhersla á stafræna vegferð fyrirtækja með samvinnu Wise og Sessor

Heildarlausnir fyrir fyrirtæki þar sem tækni og fjármál fyrirtækja eru endurskoðuð í heild sinni


Wise og Sessor hafa undirritað samning með það að markmiði að veita viðskiptavinum Sessor aðgang að viðskiptalausnum Wise á hagstæðan og árangursríkan hátt. Fyrirtækin vinna saman að því að auka sjálfvirkni, fullnýta tæknilegar lausnir, lækka heildarrekstrarkostnað viðskiptavina og bæta um leið upplýsingagjöf til stjórnenda. Höfuðáhersla er sett á vel heppnaðar innleiðingar þar sem hagsmunir viðskiptavina eru í öndvegi.

Sessor er óháð ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatæknimála. Félagið leggur áherslu á að brúa bilið milli rekstraraðila og upplýsingatæknilausna með það að markmiði að auka sjálfvirknivæðingu og bæta rekstrarárangur.

Brynjar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sessor: „Viðskiptavinir okkar hafa valið Wise sem samstarfsaðila eftir ýtarlegar þarfa- og ferlagreiningar. Samvinnan við innleiðingar og rekstur hefur gengið vel og viðskiptavinir okkar hafa lýst mikilli ánægju með fyrirkomulagið. Samningurinn veitir núverandi viðskiptavinum aðgang að næsta skrefi í sjálfvirknivæðingu og nýir viðskiptavinir geta gengið beint inn í samninginn.“

Wise er söluaðili Microsoft Dynamics 365 lausna á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Samningur þessi er í takt við nýja stefnu Wise þar sem aukin áhersla er á heildarlausnir fyrir fyrirtæki þar sem tækni og fjármál fyrirtækja eru endurskoðuð í heild sinni. Dynamics 365Power BISharePointField ServiceCRM og sérkerfi Wise fyrir Business Central eru lykillinn að vel heppnuðum innleiðingum og tryggja hámarks hagræðingu hjá viðskiptavinum.

Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri Wise: „ Samvinna okkar hefur gengið frábærlega og vel heppnaðar innleiðingar hafa nú þegar verið unnar. Markmiðið er að viðskiptavinurinn njóti góðs af reynslu beggja fyrirtækja og fái bestu hugsanlegu ráðgjöf til að nýta sem best þær lausnir sem við bjóðum. Markmiðið er að styðja við stafræna vegferð fyrirtækja og þar með að auka sjálfvirkni sem sparar vinnu, eykur hagræðingu og framlegð viðskiptavina okkar“. 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.