Dynamics 365
Microsoft Dynamics 365 er safn viðskiptalausna sem geta hver á sinn hátt aðstoðað þig við rekstur fyrirtækisins. Skýjalausnir Dynamics 365 veita innsýn með aðstoð gervigreindar, stuðla að aukinni sjálfvirknivæðingu ferla og aðstoða við utanumhald viðskiptavina.
Microsoft Dynamics 365 er viðskiptahugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman fjármál, sölu, þjónustu og starfsemi sína til að einfalda viðskiptaferli, bæta samskipti við viðskiptamenn og taka betri og upplýstari ákvarðanir. Microsoft Dynamics 365 hentar fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum s.s. í verslun og þjónustu, heildsölum, smásölum, framleiðslu og dreifingu.
Dynamics 365 Business Central, viðskipta- og bókhaldskerfið hentar jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum og í öllum atvinnugreinum. Fjöldi sérkerfa í boði sem henta þínum rekstri. Business Central er einfalt í notkun og tengist auðveldlega við önnur kerfi.
Dynamics 365 Customer Engagement, viðskiptatengslalausn sem samanstendur af Marketing, Sales og Service. Tryggir á einfaldan hátt aðgengi og upplýsingar um viðskiptamenn, samninga, verkefni og mál. Auðveld tenging við önnur kerfi og þú færð betri yfirsýn yfir verkefni, sölutækifæri og samskipti sem treystir samband þitt við viðskiptavini.
Dynamics 365 Field Service býður notendum uppá að sinna þjónustu og eftirliti hjá viðskiptavininum. Allar aðgerðir og skráningar fara fram í snjalltæki starfsmannsins sem getur klárað verkið, fengið undirskrift fyrir verklokum, skráð tíma og búið til reikning.
Dynamics 365 Sales, forgangsröðun sölutækifæra í samræmi við tekjumöguleika. Allar upplýsingar um viðskiptavini á einum stað þar sem haldið er utanum samskipti og ábendingar um bestu tækifærin til að auka sölu. Kerfið veitir góða yfirsýn og tryggir að stýring og eftirfylgni sölumála sé aðgengileg.
Dynamics 365 Project Operations er verkefnastjórnunarlausn sem gerir fyrirtækjum kleift að skila arðbærum verkefnum á réttum tíma og innan áætlunar. Skipulagning, útfærsla, kostnaðargreining og áætluð lengd verkefna er byggð beint upp úr sölutækifærum.
Einhverjar spurningar?
reykjavík
akureyri
Skiptiborð
almennar fyrirspurnir
mán - fös
Skoðum þetta saman
reykjavík
Ofanleiti 2,
5. hæð
akureyri
Hafnarstræti 93-95,
4. hæð