Skip to main content Skip to footer

Wise Business Central Insights

Fáðu betri yfirsýn yfir reksturinn og taktu gagnadrifnar ákvarðanir

Wise Business Central Insights eru notendavænar Power BI skýrslur beint frá bókhaldskerfinu sem aðstoða þig við að öðlast betri yfirsýn yfir reksturinn og taka gagnadrifnar ákvarðanir.

Tilbúnar skýrslur

Tilbúnar skýrslur sem brúa bilið á milli gagna og þekkingar

Wise Business Central Insights skýrslurnar veita þér stjórnendasýn inn í fjárhag, sölu, birgðir, innkaup, viðskiptakröfur og skuldir fyrirtækisins í formi mælaborðs.

Auðvelt er að fylgjast með lykil mælikvörðum (KPIs) sem aðstoðar við árangursmat og áætlunargerð og við að koma auga á frávik. Þannig brúa skýrslurnar bilið á milli gagna og þekkingar sem stuðla að vexti og hámarka afkomu.

Félagar í skýrslugerð

Prófaðu skýrslurnar okkar frítt í 30 daga

Til að nota skýrslurnar á móti þínum gögnum þarftu að hafa Wise Insights Connector appið (sem þú getur sótt hér) ásamt Power BI Pro leyfi. Skýrslurnar eru aðgengilegar í AppSource og fást í mánaðarlegri áskrift. Einnig er hægt að prófa þær frítt í 30 daga.

Vantar þig sérsmíðaðar skýrslur?
Ekkert mál, við getum aðstoðað.

Sérfræðingar okkar í viðskiptagreind geta hannað sérsniðin mælaboð og smíðað vöruhús gagna, allt eftir þínum þörfum. Við smíðum einning skýrslur ofan á sérkerfi Wise, t.d. Launakerfið og Sérfræðiverkbókhaldið.

Bóka kynningu

 

Ávinningur

Láttu gögnin vinna fyrir þig og þú einbeitir þér að rekstrinum

Tilbúin mælaborð sem er hægt að sérsníða

Þar sem skýrslurnar eru klárar til notkunar eru þær einstaklega fljótlegar í uppsetningu og er ekki þörf á aðstoð sérfræðings frekar en þú vilt. Notendur geta sjálfir breytt skýrslunum og aðlagað að sínum þörfum. 

Samþætting við Business Central

Skýrslurnar eru fullkomlega samþættar við Microsoft Dynamics 365 og Business Central. Flest lykil gögn fyrirtækja skila sér í bókhaldskerfið, en það er einnig hægt að bæta við gögnum úr öðrum kerfum.

Gott notenda-viðmót og aðgengi

Mikið er lagt upp úr góðu notendaviðmóti í öllum skýrslunum og að það sé samræmi á milli þeirra, sem gerir þær einstaklega aðgengilegar og þægilegar í notkun.

Aukin samvinna

Tilbúnar skýrslur stuðla að samvinnu þvert á fyrirtækið þar sem allir eru að horfa á sama mælaborðið og geta stjórnendur og teymi deilt greiningum sín á milli. Skýrslurnar má skoða í Excel, Power BI, PowerPoint, Teams, á vef og í símanum.

Sparar tíma og kostnað

Gagnavinnsla, útreikningar og greiningar taka oft langan tíma og krefjast mikillar handavinnu. Tilbúnar skýrslur auka sjálfstæði stjórnenda og teyma í sínum gagnagreiningum og ekki er lengur þörf á að eyða löngum stundum í að setja fram gögnin.

Reglulegar uppfærslur og öryggið í lagi

Skýrslurnar eru prófaðar á móti nýjustu útgáfum Business Central og gögnin þín fara aldrei út fyrir umhverfi fyrirtækisins. Þegar ný útgáfa er gefin út færðu tilkynningu í Power BI sem býður þér að uppfæra skýrslurnar.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.