Við erum ávallt í skýjunum yfir frábærum samstarfsaðilum sem auka við og bæta lausnaframboð okkar. Wise er stoltur samstarfsaðili LS Retail sem þróar heildstæðan verslunarvettvang fyrir verslanir, veitingahús, apótek, bensínstöðvar og hótel í 140 löndum. Verslunarkerfið LS Central er sérhannað fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central, upplýsingar eru samþættar, uppfærðar í rauntíma og aðgengilegar úr LS Central sem og Business Central. Kerfið hefur gott notendaviðmót og sveigjanleiki kerfisins er mikill svo uppsetning nýrra afgreiðslustaða er einföld. Afgreiðslukassar, skrifstofa og bakvinnsla eru hluti af sömu hugbúnaðarlausninni svo auðvelt er að rekja færslur og greina gögn.
Í hinni hröðu stafvæðingu (e. digitisation) sem á sér stað í dag er mikilvægt að vera tilbúinn í þá umbreytingu sem framundan er. Neysluvenjur hafa breyst, hraði og aðferðafræði afgreiðslu með aukinni áherslu á sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í verslun ýtir undir þörfina að vera með samhæfðar lausnir og greinanleg gögn. LS Central og Business Central gera þér kleift að vera með öll gögn tengd rekstri og verslun á einum stað.
Verslunarlausnateymið okkar hefur mikla reynslu og þekkingu hvort sem er á hugbúnaði fyrir kassakerfi, sjálfsafgreiðslu á vefnum eða í farsíma. Við leggjum metnað okkar að veita úrvals ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að verslunarlausnum fyrir þitt fyrirtæki.