Skip to main content Skip to footer

Skeytamiðlun

Einfaldaðu ferla rafrænna skjala og sparaðu kostnað

Með Skeytamiðlun Wise getur þú á einfaldan hátt tekið upp pappírslaus viðskipti með litlum tilkostnaði. Ekki er lengur þörf á að prenta út rafræna reikninga þar sem þeir teljast fullgild fylgiskjöl.

Greitt fyrir notkun

Grunngjald

Sparar viðskiptavinum sporin og starfsfólki handtökin

Sparar tíma

Frumgögnin eru varðveitt í 180 daga

Varðveiting gagna

Gögnin eru varin á bakvið Azure FrontDoor

Öryggi í fremstu röð

Skeytamiðlun Wise

Miðlun reikninga og pantana í skýinu

Skeytin eru öll á stöðluðu formi og fer miðlun þeirra alfarið fram í gegnum skýið. Skeytamiðlun Wise styður við mismunandi skeytategundir helstu innkaupa- og bókhaldskerfa. Reikningarnir einfaldlega sendast beint inn í bókhaldskerfið og sparar þannig starfsfólki handtökin og viðskiptavinum sporin.

Wise Skeytamiðlun

Heildarlausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög

Rafrænir reikningar

Gerir fyrirtækjum kleift að taka á móti og senda reikninga á rafrænu formi í Microsoft Dynamics 365 Business Central. 

Sjá nánar

Rafrænar pantanir

Með Rafrænum pöntunum Wise í Microsoft Dynamics 365 Business
Central geta fyrirtæki sent rafrænar innkaupapantanir með
milligöngu skeytamiðlara eða EDI.

Sjá nánar

Wise Capture

Einföld og notendavæn lausn sem umbreytir skjölum á myndaformi yfir í læsilegt skjal fyrir rafræna skeytamiðlun. Wise Capture er viðbót við Microsoft Dynamics 365 Business Central og er bæði auðveld og þægileg í notkun.

Sjá nánar

Skeytamiðlun Wise

Við bjóðum örugga og hagkvæma þjónustu

Wise er skeytamiðlari sem býður einstaklega örugga og hagkvæma þjónustu þar sem viðskiptavinir greiða engin mánaðargjöld heldur aðeins fyrir notkun. 

Ferlið er með því öruggasta sem þekkist á markaðnum og eru gögnin tryggilega varin í marglaga umhverfi Microsoft Azure þar sem uppitími er um 99,9%. Auk þess eru öryggisúttektir framkvæmdar af óháðum aðila fjórum sinnum á ári og er ferlið með SOC2 vottun hjá Astra Security.

Við erum hluti af alþjóðlegu samskiptaneti 

Wise er hluti af Peppol sem er öruggt alþjóðlegt samskiptanet sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að skiptast á rafrænum skjölum með öllum þeim sem eru einnig hluti af Peppol netinu. 

 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.