Microsoft Dynamics CRM
Fáðu heildræna yfirsýn yfir ferla, reksturinn og viðskiptavini
Microsoft Dynamics CRM er safn viðskiptalausna í skýinu sem aðstoða þig við að byggja og viðhalda sterku viðskiptasambandi.
Dynamics CRM
Aðstoðar þig við að byggja og viðhalda sterku viðskiptasambandi
Sala (Sales)
Forgangsraðaðu sölutækifærum í samræmi við tekjumöguleika og geymdu allar upplýsingar um viðskiptavini á einum stað.
Þjónusta (Customer Service)
Viðskiptatengslalausn sem færir þér betri yfirsýn yfir verkefni, sölutækifæri og samskipti við viðskiptavini.
Markaðsmál (Marketing)
Tekur við upplýsingum frá ytri vef eða öðrum samskiptaleiðum og stofnar út frá því tækifæri inn í markaðshlutanum.
Vettvangs-þjónusta (Field Service)
Vettvangsþjónustukerfi þar sem allar aðgerðir og skráningar fara fram í snjalltæki starfsmanna.
Power Platform
Smíðaðu stafræna ferla án forritunar
Microsoft Power Platform samanstendur af low-code og no-code lausnum sem gera starfsfólki kleift að búa til sérsniðin forrit, sjálfvirk verkflæði og greina gögn með lítilli eða engri forritun. Umhverfið byggir á Power BI, Power Apps, Power Automate og Power Pages sem allar geta staðið einar og sér en eru líka fullkomlega samþættar við bæði Office 365 og viðskiptalausnir Dynamics 365.
Wise sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu á Power Platform.
Dynamics 365
Framtíðarlausn fyrir þína viðskiptaferla
Allt frá sölu og þjónustu til fjármála, markaðsmála og fleiri þátta rekstursins, þá gerir Dynamics 365 þér kleift að aðlagast síbreytilegu markaðsumhverfi og skara fram úr.
Tilbúin samþætting
Allar viðskiptalausnir Dynamics 365 eru fullkomlega samþætt og tengja saman fólk, vörur og ferla, ásamt því að veita þér heildræna yfirsýn yfir reksturinn.
Aukin framleiðni starfsfólks
Með betri innsýn í gögnin og rafrænum ferlum getur teymið þitt einbeitt sér að daglegum störfum og heyra áður handvirk og endurtekin verkefni nú sögunni.
Viðskiptavina miðað
Með Dynamics 365 Sales og Service veitir þú viðskiptavinum þínum frábæra þjónustuupplifun sem eykur tryggð og stuðlar að vexti fyrirtækisins.
Framúrskarandi rekstur
Dynamics 365 Business Central býður öfluga fjármálastjórnun. Hagaðilar hafa aðgang að rauntímagögnum sem aðstoðar við að taka upplýstar ákvarðanir.
Sniðið að þínum þörfum
Lausnirnar má sníða að einstökum þörfum fyrirtækisins,t.d. með því að nota Power Platform til að búa til sérsniðin öpp og stafræn verkflæði. Allt á einfaldan hátt og án þess að þurfa forritara.
Öruggt aðgengi í skýinu
Starfsfólk hefur aðgang að öllum sínum gögnum og viðskiptalausnum hvar og hvenær sem er. Microsoft gerir ríkar öryggiskröfur og er m.a. notast við dulkóðun gagna og margþátta auðkenningu (MFA).
Microsoft Copilot
Bættu framleiðni og upplifun viðskiptavina með Copilot (AI)
Með gervigreind Microsoft Copilot má auka framleiðni hjá sölu- og markaðsteymum ásamt starfsfólk framlínu, með því að draga úr þeim tíma sem tekur að klára verkefnin og bæta upplifun viðskiptavina.
Copilot léttir undir með starfsfólki með því að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni, stuðlar að aukinni samvinnu og aðstoðar við efnissköpun. Copilot vinnur vel með þeim tólum sem flest starfsfólk notar í sínum daglegu störfum, t.d. Microsoft Office og Teams.
Wise sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu á Copilot.
Við erum stoltur gull samstarfsaðili Microsoft
Sem gull samstarfsaðili höfum við staðist ítrustu kröfur Microsoft og tilheyrum hópi fyrirtækja sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á lausnum Microsoft.
Þá þekkingu notum við til að aðstoða okkar viðskiptavini við val á lausnum, innleiðingu og þjónustu.
Yfirlit
Mótaðu framtíð þíns fyrirtækis
Tengdu teymin þín, ferla og gögn þvert á fyrirtækið fyrir liprari rekstur og framúrskarandi þjónustuupplifun.
Gervigreind
Skilvirkari með gervigreind
Vinnan verður mun skilvirkari með innbyggða gervigreindartólinu Dynamics 365 Copilot.
Gagnadrifin
Tengir gögnin saman
Þú öðlast skýra mynd af rekstrinum með því að tengja saman öll mikilvægustu gögn fyrirtækisins.
Framleiðni
Aukin framleiðni
Framleiðni teyma eykst með því að deila upplýsingum og innsýn í þeim tólum sem eru notuð dags daglega, t.d. Microsoft 365, Teams og Sharepoint.
Aðlögun
Vertu skrefi á undan
Þarfir fyrirtækja og viðskiptavina eru sífellt að breytast. Það tekur enga stund að aðlaga ferla með því að tengja "low-code" tólin úr Microsoft Power Platform við Dynamics 365.
Blogg
Vel hannaðir ferlar lykillinn að góðum árangri fyrirtækja
"Það er mjög algengt að ef rafrænir ferlar eru ekki til staðar fyrir verkefni innan fyrirtækja og fólk þarf sjálft að fylgjast með framgangi þeirra, þá er hætt við að verkefni stoppi og jafnvel deyi út. Rafrænir ferlar draga úr hættunni á þessu og minnka flöskuhálsa en við höfum séð þá koma í veg fyrir mörg og stór vandamál."
Tengjumst
Við skoðum þetta saman