Bókhaldskerfi í áskrift
Wise sérhæfir sig í Microsoft Dynamics 365 Business Central sem er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi með kunnuglegu Office notendaviðmóti. Kerfið tengist öðrum kerfum á einfaldan og skilvirkan hátt.
Business Central í áskrift, er hagkvæm og þægileg leið sem gefur kost á viðskipta- og bókhaldslausnum í mánaðarlegri áskrift.
Nú getur þú valið þína leið og reiknað áætlaðan kostnað við áskrift og innleiðingu. Reiknivélin leiðir þig í gegnum hvað hver leið kostar og hvað innifalið er í hverjum pakka.
Viðskipta- og bókhaldskerfið hentar fyrir bókhald hjá smáum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum s.s. í verslun og þjónustu, heildsölum, smásölum, framleiðslu og dreifingu. Með bókhaldskerfi í áskrift hjá Wise fá allir viðskiptavinir úthlutað tengilið eða ráðgjafa sem þeir geta svo haft samband við beint með öll sín málefni.

Lausnir í boði
Bókhaldskerfi í áskrift
Hvað er innifalið
Innifalið í áskrift, hvort sem er Grunnur, Viðskiptalausn I, Viðskiptalausn II eða sérsniðin lausn, er hýsing og afritun í Microsoft Azure, þjónustu- og uppfærslusamningar, ótakmarkaður færslufjöldi og frír aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda.
Í öllum áskriftarleiðum er grunnurinn með fjárhagsbókhaldi, viðskiptavina- og lánardrottnakerfi, innkaupakerfi, sölu- og birgðakerfi, eignakerfi og verkbókhaldi.
Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja, reglulegar uppfærslur og enginn stofnkostnaður.


Bókhaldskerfi í áskrift
Í stuttu máli
- Þú sparar með bókhald í áskrift
- Kostur á að bæta við sérlausnum sem henta þínum rekstri
- Vistun og afritun gagna í fullkomnu tækniumhverfi
- Engin kaup á miðlægum tölvubúnaði eða hugbúnaðarleyfum
- Kostur á breytilegum fjölda notenda í hverjum mánuði
- Lágmarks kostnaður við uppsetningu
- Hlutverkamiðuð sýn
- Notendavænt og sveigjanlegt
- Samþætting við Office 365 s.s. Outlook, Word ofl.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman