Kerfið í hnotskurn

  • Skráning hraðsendinga
  • Tollafgreiðsla
  • Reikningagerð
  • Heldur utan um heimsendingu hraðsendinga
  • Hraðsendingakerfið er hluti af Flutningalausn Wise
Hraðsendingakerfi

Lausn fyrir þig

Hraðsendingakerfi er sérkerfi innan Flutningalausna hjá Wise, heildarlausn sem hentar vel fyrir flutningsfyrirtæki, flutningsmiðlara og almenn fyrirtæki í inn- og útflutningi. 
Hraðsendingakerfið er fullkomið kerfi sem heldur utan um skráningu, tollafgreiðslu, reikningagerð og heimakstur hraðsendinga.

Yfirsýn yfir alla þætti ferilsins

Með Flutningalausn Wise næst yfirsýn yfir alla þætti ferilsins, frá því að vara er sótt til framleiðanda, flutningar til og frá landinu, tollun, akstur og fleira sem kemur að því að koma vörunni til neytenda með skjótum og öruggum hætti. 

Tollafgreiðslukerfi

Sérkerfi sem tengist beint við Hraðsendingakerfi.

Tollafgreiðslukerfi kemur í veg fyrir tvöfaldan innslátt og tengist beint inn í fjárhagsbókhaldið. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að tollafgreiða vörur, bóka innkaupareikninga á lánardrottna, bæði flutningsaðila sem og erlenda birgja. Vörur koma inn á lager með réttu uppfærðu kostnaðarverði ásamt bókun á tollagjöldum.
Hentar vel fyrir þá sem stunda innflutning og sækjast bæði eftir nútímalegri og handhægri tollskýrslugerð ásamt rafrænum samskiptum við tollinn.  

Bein tenging við Business Central

Kerfið tengist beint við lánardrottna, innkaup og birgðakerfi í Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður NAV).

Search
Generic filters