Skip to main content Skip to footer

Innflutningstollakerfi

Innflutningstollakerfi Wise gerir fyrirtækjum kleift að tollafgreiða vörur beint frá Microsoft Dynamics Business Central og hentar því þeim fyrirtækjum sem stunda innflutning og annast sjálf tollafgreiðslu innfluttra vara.

Kerfið gerir notanda kleift að afrita innkaupapantanir í tollskýrslu, senda upplýsingar rafrænt til tolls og bóka innkaupareikninga frá erlendum birgjum og flutningsaðilum beint úr tollskýrslu. Vörur bókast í kerfið með uppfærðu kostnaðarverði ásamt tollagjöldum og öðrum kostnaði.

Öll gögn eru aðgengileg í rauntíma sem sparar bæði tíma og kostnað við gerð tollskýrslna.

 

Innflutningstollakerfi

Í stuttu máli

  • Kerfið er byggt ofan á Business Central.
  • Rafræn samskipti við Tollstjóra.
  • Sjálfvirkur innlestur á tollgengi.
  • Einfalt að nota innkaupapantanir til að útbúa tollskýrslur. 
  • SAD tollskýrsla fyrir innflutning samkvæmt nýjustu uppfærslu Tollstjóra.
  • Býður upp á verðútreikning sem reiknar út nýtt verð vöru út frá nýju kostnaðarverði.

Eiginleikar kerfisins