Skip to main content Skip to footer

Stafrænar veflausnir sem umbreyta þjónustu

Veflausnir Wise eru smíðaðar til að þjónusta samfélög. Þær tengja saman hagsmuni þeirra sem vinna við að veita þjónustu og þeirra sem þurfa að nota hana; sveitarfélög og íbúa, fyrirtæki og neytendur. Við erum því stolt af því að geta boðið sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum upp á alhliða lausn í skýinu þar sem öll rafræn þjónusta er samankomin á einum stað. 

Öll sveitarfélög landsins þjónusta íbúa sína á breiðum grundvelli, meðal annars í fræðslu- og menningarmálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum, félagsmálum og umhverfismálum - og það er í mörg horn að líta. Þau sveitarfélög sem nota Business Central bókhalds- og viðskiptakerfið geta nú bætt snjöllum veflausnum ofan á kerfið sem bæði einfalda vinnu starfsfólks og bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Veskislausn Wise (Wise Wallet) og Rafrænar umsóknir eru beintengdar við Business Central bókhalds- og viðskiptakerfið, og eru með sjálfvirka afgreiðslu alla leið frá því að viðskiptavinur kaupir þjónustu, yfir í bókun á því sem sótt er um og greitt fyrir.  

Það sem áður var endalaus handavinna gengur fyrir sig eins og í sögu með veflausnum Wise. 

Skoðaðu hvað veflausnir Wise geta gert fyrir þig. Fáðu ókeypis kynningu.

Veskislausn – betri upplifun fyrir viðskiptavini

Veskislausnin okkar (Wise Wallet) er í raun passi eða kort sem fólk geymir í símanum sínum og býður upp á mikla breidd í notkun. Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta boðið viðskiptavinum sínum að vista kort í farsímanum sem veitir þeim aðgang að fyrirframgreiddri vöru, þjónustu eða viðburði. Þetta gerir þeim kleift að hafa yfirsýn yfir notkun korta viðskiptavina en það sem meira er - öll umsýsla er sjálfvirk, sem þýðir léttari vinnu fyrir starfsfólk en um leið betri upplifun og þjónusta við viðskiptavini.  

Þau kort sem viðskiptavinir geta fært inn í veskislausnina eru til dæmis „klippikort“ í sund, á skíði, í líkamsræktina, á tjaldsvæði eða í sorplosun. Einfalt er að kaupa kort, fylgjast með stöðu eða fylla á þau og fá kvittun fyrir kaupum. Allt uppfærist í rauntíma og viðskiptavinur getur fengið fréttir í símann, t.d. ef loka þarf sundlauginni óvænt. Ef síminn týnist, er alltaf hægt að sækja kortin sín aftur á vefnum með rafrænum skilríkjum.   

Rafrænar umsóknir – sjálfvirk afgreiðsla 

Í rafrænum umsóknum geta íbúar sveitarfélaga með einföldum hætti sótt um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Tökum dæmi um gæludýraeigendur, en samkvæmt lögum þarf að tilkynna um tilvist gæludýrs, heilsufar þess og greiða fyrir eign á því. Áður fór mikill tími hjá sveitarfélögum í að vinna slíkar umsóknir með samskiptum í síma eða tölvu og handavinnu í excel skjölum, en núna geta hundaeigendur sjálfir sótt um leyfi eftir hentugleika, greitt með kreditkorti og þurfa ekki að standa í óþarfa bið.  

Einnig er hægt að sækja rafrænt um í tónlistarskóla, frístund, á leikjanámskeið - og í raun næstum hvað sem er. Allt er fljótara og öruggara með rafrænum umsóknum, ferlið er einfalt fyrir bæði viðskiptavini og sveitarfélagið, þar sem greiðslur og umsýsla fer sjálfvirkt yfir í Business Central.  

Þjónustuvefur – allar upplýsingar á einum stað  

Á Þjónustuvef Wise geta notendur; sveitarfélög, íbúar og fyrirtæki nálgast yfirlit yfir öll sín mál sem þau eiga hjá sveitarfélaginu, eins og kort í veskislausn, umsóknir sem hægt er að sækja um eða yfirlit reikninga. Þá geta viðskiptavinir ýmissa fyrirtækja, t.d. veitufyrirtækja, skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og séð sína viðskiptastöðu, fengið aðgang að reikningum, hreyfingaryfirliti og séð notkun vatns og rafmagns til að mynda. Þessar upplýsingar koma beint úr Business Central. Það sem áður var afgreitt með símtali eða tölvupóstum, geta viðskiptavinir nú sjálfir sótt beint af sínu vefsvæði.  

 

Viltu heyra meira um hvernig veflausnir Wise geta breytt, hagrætt og einfaldað vinnuna fyrir þig, en um leið bætt þjónustu og upplifun viðskiptavina þinna?  

 

Bókaðu kynningu, við hlökkum til að heyra í þér.

 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.