Skip to main content Skip to footer

Rafrænar umsóknir

Sjálfvirk afgreiðsla og þú veitir betri þjónustu

Vefgátt fyrir viðskiptavini fyrirtækja og íbúa sveitarfélaga þar sem er hægt að skrá sig í áskrift fyrir margskonar þjónustu. Dæmi um áskriftir eru mataráskriftir, dægradvöl, hundaleyfi, frístundabílar, sorptunnuskipti, akstursþjónusta, tónlistarskóli og leikjanámskeið. Lausnin tengist beint við Business Central bókhaldskerfið og reikningar sendast viðskiptavinum sjálfkrafa í framhaldinu.

Sparaðu dýrmætan tíma hjá starfsfólki og bættu þjónustu við viðskiptavini. 

Yfirlit

Þjónusta allan sólarhringinn

Sjálfsafgreiðsla viðskiptavina

Einfalt og þægilegt vefviðmót fyrir íbúa og viðskiptavina þar sem hægt er að kaupa áskrift, breyta og segja upp, fyrir sig og börn. Einnig er hægt að uppfæra greiðslumöguleika.

Sniðið að þínum þörfum

Þú setur inn logo þíns sveitarfélags eða fyrirtækis og velur þá mynd sem birtist efst á síðunni. Allar upplýsingar um þá þjónustu sem hægt er að sækja um kemur beint úr Business Central.

Vefviðmót fyrir stjórnendur

Stjórnendasýn fylgir fyrir þær umsóknir sem við á, þar sem hægt er að skoða tölfræði og annað tengt umsóknum.

Sparar dýrmætan tíma

Það er engin þörf á að færa umsóknir handvirkt inn í bókhaldskerfið, allt bókast sjálfkrafa og reikningar sendast út í framhaldinu. Við það sparast dýrmætur tími starfsfólks sem getur farið í önnur verkefni og viðskiptavinir upplifa betri og skjótari þjónustu.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.