Skip to main content Skip to footer

Skráning á vorönn Wise skólans er hafin

Í janúar höldum við áfram með Wise námskeið í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Öll námskeið á vorönn 2021 eru fjarnámskeið í Microsoft Teams. 

Fjarkennsla vorönn 2021

Vegna aðstæðna sem sköpuðust vegna COVID-19 frestuðum við öllum námskeiðum sl. vor og haust. Til að framfylgja nýlegum tilmælum sóttvarnarlæknis verða öll námskeið okkar á vorönn 2021 fjarnámskeið í gegnum Microsoft Teams. 

Um Wise skólann

Wise skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og notið mikilla vinsælda. Námskeiðin eru opin öllum þeim sem eru að vinna í Microsoft Dynamics 365 Business Central og í sérkerfum frá Wise. Wise skólinn samanstendur af öflugu teymi kennara sem hafa mikla reynslu af Dynamics NAV og Business Central hugbúnaðinum og er það okkar markmið að nemandi sem kemur á námskeið ljúki því með aukna þekkingu og öðlist færni í að nýta kerfið á sem bestan hátt í sínu starfi.

Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af mörgu er að taka, kynntu þér málið, fjölbreytt dagskrá í boði.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.