Skip to main content Skip to footer

Gagnadrifnar ákvarðanir og betri yfirsýn yfir reksturinn með Power BI

Notendavænar Power BI skýrslur aðstoða þig við að fá betri yfirsýn yfir reksturinn og taka gagnadrifnar ákvarðanir.  

Áskoranir í gangnadrifnum heimi eru margvíslegar og fer gagnasafn fyrirtækja sífellt stækkandi. Mikil verðmæti eru fólgin í hagnýtingu gagna en stjórnendur hafa annað og betra við tíma sinn að gera en að eyða honum  í botnlausar greiningar.  Flókin Excel skjöl eru tímafrek í uppsetningu og getur reynst vandasamt að lesa úr þeim. Það eykur líkur á misvísandi og ónákvæmum upplýsingum sem jafnvel leiða af sér mistök, sem geta haft kostnaðarsamar afleiðingar.

Gögn fyrirtækja eru að vaxa gífurlega og skiptir máli hvaðan gögnin koma. Sem dæmi skilar mikið magn gagna sér inn í bókhaldskerfið og er Power BI frábært tól til að greina mikið magn upplýsinga og setja gögn fram á myndrænan hátt. Þannig getur Power BI hjálpað fyrirtækjum að auka virði sinna gagna og taka gagnadrifnar ákvarðanir. Aðgengi af tilbúnum greiningum er orðið mjög gott og býður Wise nú upp á breitt vöruframboð af tilbúnum Power BI skýrslum:

Grunnskýrsla

Skýrslan sameinar grunnþætti úr fjárhags- og söluskýrslunni í einfalda og notendavæna stjórnendasýn yfir alla helstu lykil mælikvarða úr rekstri fyrirtækisins. Þú færð aðgang að rekstraryfirliti, raunframmistöðu á móti áætlun, fjárhagslyklayfirliti, fjárhagsskemum og efnahagsyfirliti. Auk þess færðu heildaryfirsýn yfir sölu, viðskiptavini og, vörur og forða. 

Fjárhagsskýrsla

Í þessari skýrslu hefur þú góðan aðgang að rekstraryfirliti, raunframmistöðu á móti áætlun, fjárhagslyklayfirliti, fjárhagsskemum, efnahagsyfirliti, eignum, skuldum og eigið fé.  

Viðskiptakröfur

Greinir kröfur eftir aldri og flokkar.  Þú færð skýrt yfirlit yfir kröfur sem ekki eru komnar á gjalddaga. Yfirlit yfir þróun gjaldfallinna reikninga milli tímabila og yfirlit yfir kröfur einstaka viðskiptavina.  

Viðskiptaskuldir

Aldurs greinir ógreiddar viðskiptaskuldir og einfaldar fjárflæði fyrirtækisins. Skýrslan flokkar skuldir eftir aldri og því einfalt að sjá þróun á því hversu tímanlegar reikningar eru greiddir og hversu mikið er að færast á gjalddaga.  

Söluskýrsla

Heildaryfirsýn yfir sölu, viðskiptavini, vörur og forða. Greining á frammistöðu sölumanna. Söluyfirlit eftir tímabilum. Þróun nýrra viðskiptavina auk þess að aðstoða við að greina mögulega ástæður fyrir að viðskiptavinur hættir í viðskiptum. Framlegð og arðbærni viðskiptavina og ABC mikilvægi flokkun. 

Innkaupaskýrsla

Heildaryfirsýn yfir innkaup, greiningar á birgjum, vörugreining og innkaupagreining. Þú þarft ekki að bíða í vikur eða mánuði eftir því að fá skýrslur eða mælaborð fyrir innkaup fyrirtækisins.  

Birgðaskýsla (væntanleg) 

Power BI skýrslurnar eru  einungis fáanlegar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem notast við Business Central og eru í Microsoft skýinu. Til að nota skýrslurnar á móti þínum gögnum þarftu að hafa Wise Insights Connector appið (sem þú getur sótt hér) ásamt Power BI Pro leyfi. Skýrslurnar eru aðgengilegar í AppSourse (Markaðstorgi Microsoft) og fást í mánaðarlegri áskrift.   

Sérfræðingar Wise í viðskiptagreind geta hannað sérsniðin mælaborð og smíðað vöruhús gagna, allt eftir þörfum hvers og eins. Wise smíðar einnig skýrslur ofan á sérkerfi Wise, t.d Launakerfið og Sérfræðiverkbókhaldið. Hér er hægt að Bóka kynningu 

Skráðu þig hér til að horfa á vefnámskeið um Power BI. Þar er skyggnst nánar inn í skýrslur Wise og farið yfir hvað þær hafa upp á að bjóða og hvernig þær geta aukið skilvirkni í rekstri og veitt fyrirtækjum samkeppnisforskot.  Einnig er farið yfir hvernig nálgast má skýrslurnar á AppSource en hægt er að fá fría prufuáskrift í 30 daga og prófa skýrslurnar með þínum eigin raungögnum án skuldbindingar.  

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.