Leiðandi í upplýsingatækni
Við sérhæfum okkur í hugbúnaðarlausnum á sviði viðskipta og erum stöðugt að leita og þróa lausnir með þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Með heildarlausnum, sérþekkingu og reynslu starfsfólks okkar tryggjum við að þeir nái framúrskarandi árangri, taki betri og upplýstari ákvarðanir með upplýsingatækni.
Mannauðurinn
Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind og er árangur og velgengni okkar undir honum kominn. Hjá Wise starfa yfir 100 manns í Reykjavík og á Akureyri, þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem brennur fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina okkar.
Wise er nútíma vinnustaður með áherslu á
- Öryggi
- Jafnrétti
- Starfsþróun
- Sveigjanleika
Jafnlaunavottun
Wise hlaut jafnlaunavottun árið 2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Wise komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman