Skip to main content Skip to footer

Jafnlaunastefna

2021-2024

Wise lausnir ehf. (Wise)  hafa innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun og byggir á jafnlaunastefnu. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá fyrirtækinu skv. Jafnréttislögum 150/2020. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.  
Starfsfólki skulu vera greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjarasamninga. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og aðra mismunun og er hluti af launastefnu fyrirtækisins. Enn fremur kemur fram að allir starfmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Fordómar, kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti verður ekki liðið. 

Jafnlaunakerfið skal rýnt árlega og taka stöðugum umbótum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu. Jafnlaunastefnan verður endurskoðuð árlega samhliða jafnréttisáætlun 

Jafnlaunastefna fyrirtækisins er órjúfanlegur partur af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun fyrirtækisins

 

Samþykkt í framkvæmdastjórn í október 2021

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.