Öll umsýsla og stillingar á viðmóti fara fram í bókhaldskerfinu og bjóðum við tilbúna samþættingu við Microsoft Dynamics Business Central. Kortunum er stillt upp, lýsing skrifuð og þeim raðað eftir því hvernig þau eiga að birtast notendum; verð eru sett inn, auk afslátta ef við á, og greiðslumöguleikar stilltir. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir seld kort þar sem má skoða samþykktar bókanir, hægt er að sía færslur og taka út skýrslur.
Wise Wallet
Sjálfvirk veskislausn sem talar beint við bókhaldskerfið
Með Wise Wallet geta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög boðið viðskiptavinum að vista kortin sín í farsímanum sem veitir þeim aðgang að fyrirframgreiddri vöru, þjónustu eða viðburði.
Þú öðlast fullkomna yfirsýn yfir notkun, sjálfvirknivæðir áður endurtekna vinnu starfsfólks og viðskiptavinir þínir njóta enn betri upplifunar og þjónustu.
Viðskiptavinir
Komdu með okkur í stafræna vegferð
Skortur á tölfræði og yfirsýn tilheyrir nú fortíðinni
Mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög þekkja það að vera í myrkrinu þegar kemur að því að hafa yfirsýn yfir notkun korta. Erfitt getur verið að halda utan um hversu mörg kort eru í umferð, hver séu enn virk, svo ekki sé talað um tímann og kostnaðinn við að prenta þau út.
Með Wise Wallet öðlast þú betri yfirsýn á notkun þeirra korta sem fyrirtækið þitt eða stofnun gefur út. Allt gengur sjálfkrafa fyrir sig, þú getur fylgst með notkuninni í rauntíma, skoðað tölfræði og tekið út skýrslur.
Viðmót og virkni
Fullkomin yfirsýn og umsýsla á einum stað
Ávinningur
Sparaðu handtökin og veittu um leið betri þjónustu
Bein tenging við bókhaldið
Engin þörf er á handavinnu við að færa greiðslur yfir í bókhaldskerfið heldur bókast allt sjálfkrafa.
Einfalt og sparar tíma
Það leiðist öllum að bíða í röð eftir afgreiðslu, svo er líka bónus að þurfa ekki að muna eftir kortinu eða miðanum. Auk þess hefur starfsfólkið meiri tíma til að sinna öðrum verkefnum.
Aukin yfirsýn
Þú öðlast nýja sýn með yfirliti yfir öll kort, notkun þeirra og tölfræði. Auk þess sem viðskiptavinir geta skoðað stöðu sinna korta.
Sjálfvirk og betri þjónusta
Viðskiptavinur verslar og skráir sig sjálfur inn án aðkomu starfsfólks. Fyrirtæki geta líka sent skilaboð (e. push notification) hratt og örugglega til viðskiptavina.
Umhverfisvæn lausn
Engin þörf er á plastkortum og pappírsmiðum, auk þess sem það sparar viðskiptavinum áhyggjur af því að muna eftir því að taka þau með sér.
Einföld uppsetning
Ekki er þörf á flóknum eða dýrum tækjabúnaði til að skanna QR kóðann, það má t.d. nota spjaldtölvu.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman