Öll umsýsla og stillingar á viðmóti fara fram í bókhaldskerfinu og bjóðum við tilbúna samþættingu við Microsoft Dynamics Business Central. Kortunum er stillt upp, lýsing skrifuð og þeim raðað eftir því hvernig þau eiga að birtast notendum; verð eru sett inn, auk afslátta ef við á, og greiðslumöguleikar stilltir. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir seld kort þar sem má skoða samþykktar bókanir, hægt er að sía færslur og taka út skýrslur.


