Skip to main content Skip to footer

Viva Engage - Nýr samfélagsmiðill fyrir þinn vinnustað

Meta Workplace hefur gefið út að Workplace verði lagt niður innan tíðar. Þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Workplace í dag eða höfðu hugsað sér að taka það í notkun á næstunni standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja hvað kemur í staðinn.

  • Fram til 31. ágúst 2025 verður hægt að nota Workplace með hefðbundnum hætti 
  • Frá byrjun september 2025 og til loka maí 2026 verður það einungis aðgengilegt til lestrar (e. read-only)
  • Frá og með 1. júní 2026 verður síðan öllum aðgöngum lokað og Workplace umhverfinu eytt.

Viva Engage er samhæft þínu Microsoft umhverfi

Meta hafa verið að benda á Workvivo sem staðgengil en þau fyrirtæki sem þegar eru með Microsoft leyfi ættu að kynna sér sérstaklega Viva Engage sem er að finna í Microsoft Viva svítunni og er samhæft með Microsoft 365 umhverfinu. Viva Engage svipar mjög til Workplace og býður upp á mikið af sömu virkninni, viðmótið er mjög áþekkt og það besta er að áskriftin er hagstæð og er hægt að tengja lausnina við Teams sem fækkar samskiptaleiðum. Mörg fyrirtæki hafa þegar aðgang að þessari lausn í dag með núverandi leyfum þar sem Viva Engage fylgir með ýmsum Microsoft 365 leyfum en einnig er hægt að kaupa slík leyfi sérstaklega.

Mikilvægt að tryggja árangursríka innleiðingu

Við útleiðingu á Workplace og innleiðingu á nýrri lausn þarf að huga að ýmsu líkt og hvaða gögn þarf að halda upp á og flytja í nýtt kerfi, hvaða hópar hafa verið til staðar og eru í mikilli notkun eða mætti leggja niður. Einnig er gott að skilgreina ábyrgðaraðila sem ber ábyrgð á útgáfu efnis og virkni í nýju umhverfi. Ráðgjafar Wise eru tilbúnir að aðstoða viðskiptavini með leyfismál og annað sem kann að koma upp í tengslum við þessar breytingar.

Ef þú ert að velta þessum málum fyrir þér og vilt fá kynningu á Viva Engage ekki hika við að hafa samband.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.