Stefnan
Samfélagsstefna Wise
Wise er stoltur þátttakandi í því að styðja við íslenskt samfélag með áherslu á að efla tæknimenntun, stafræna hæfni og netöryggi, sem og að hvetja ungt fólk til þátttöku í tækni og nýsköpun.
Markmið okkar er að stuðla að sjálfbærri þróun með því að styðja verkefni sem samræmast stefnu okkar og gildum.

Stefnuáherslur
Wise hefur skýra stefnu
Tæknimenntun og stafræn hæfni
Verkefni sem styðja við að auka þekkingu og hæfni á sviði upplýsingatækni.
Nýsköpun á sviði upplýsingatækni
Verkefni sem stuðla að þróun og nýsköpun innan tæknigeirans, með áherslu á lausnir sem nýtast samfélaginu.
Ungt fólk og tækni
Verkefni sem efla áhuga ungs fólks á upplýsingatækni og hvetja til þátttöku í tæknigreinum.
Öryggi og netvarnir
Við styðjum verkefni sem stuðla að auknu netöryggi, með áherslu á fræðslu og hæfni til að verjast netógnum.
Umsókn
Samfélagsstyrkir
Við styðjum eingöngu verkefni og málefni sem falla undir stefnuáherslur okkar, sjá hér fyrir ofan. Aðrar styrktarbeiðnir fá ekki afgreiðslu.
Við hvetjum umsækjendur til að vera skýrir og ítarlegir um hvernig verkefnið fellur að áherslum okkar. Vegna fjölda umsókna er okkur ómögulegt að svara þeim öllum. Þannig verður einungis þeim umsóknum svarað sem við ákveðum að styðja.
Við styðjum ekki:
- Einstaklinga eða einkaframtök
- Pólitísk verkefni eða trúfélög
- Verkefni þar sem er gert upp á milli fólks á grundvelli kynþáttar, trúar, kyns eða kynhneigðar
- Verkefni sem falla utan áherslusviða okkar
Tengjumst
Við skoðum þetta saman