Skip to main content

Sveitarfélagaráðstefna Wise


Sveitarfélagaráðstefna Wise snýr aftur og verður haldin þann 24.mars á Grand hótel í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu nýjungar í Wise auk þess sem haldnar verða málstofur um morguninn þar sem notendum gefst kostur á að taka þátt í umræðum um þróun varanna.

Viðburðurinn er kjörið tækifæri til að læra um Wise vörurnar og sjá það allra nýjasta sem vörurnar hafa upp á að bjóða.

Við bjóðum sveitarfélög hvaðan sem er af landinu velkomin að njóta dagsins með okkur. Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði yfir daginn.

Einungis hægt að skrá sig á eina málstofu, þar sem þær fara fram á sama tíma.

Málstofa 1: Skilvirkara innheimtuferli

8:45 - 12:00

Markmið málstofunnar er að fara yfir vinnuferla við innheimtu og reikningagerð og greina hvar tækifæri eru til úrbóta og þróunar. Í byrjun verður stutt kynning á sveitagáttinni og ferlum í reikningagerð. Því næst verða umræður um verklag í ofantöldum kerfum.

Markhópur: Starfsmenn sveitarfélaga sem koma að innheimtu reikninga innan sveitarfélagsins.

Innihald: Sveitagáttin, þjónustukerfið, reglubundnir reikningar, rafrænir reikningar, innheimtukerfi, bankasamskiptakerfið, kortauppgjör og kassakerfi, einföldun verkferla.

Málstofa 2: Greining upplýsinga fyrir stjórnendur

8:45 - 12:00

Í málstofunni verður farið yfir vinnuferla við áætlanagerð og hvernig hægt er að haga eftirliti með rekstri sveitarfélagins og einstakra stofnana. Umræður verða um hvernig nota má tæki og tól í Business Central í þessum tilgangi og hvernig þau geta nýst notendum með mismunandi þarfir. Einnig verður farið yfir hvernig Power BI gagnagreiningar frá Wise styðja við slíka vinnu.

Markhópur: Fjármálastjórar, aðalbókarar og aðrir sem koma að uppgjöri, áætlanagerð og fjárhagslegu eftirliti með rekstri stofnana.

Innihald: Fjármál - áætlanir, endurskoðendur og Power BI, greiningarskýrslur.

Málstofa 3: Stafræn félagsmál

8:45 - 12:00

Í málstofunni verður farið yfir helstu nýjungar í félagsmálalausnum Wise og umræður í kjölfarið um hvernig tólin nýtast sem best. Sýnt verður hvernig lausnir Wise nýtast til að einfalda ferla og veita betri yfirsýn. Rætt verður um framtíðarþróun félagsmálalausna og hverjar þarfir notenda eru.

Markhópur: Teymisstjórar, yfirmenn og aðrir starfsmenn úr félagsþjónustunni sem koma að slíkum málum.

Innihald: Flóttamenn, skjalavinnsla, umsóknir, forðastjórnunarkerfi.

Hádegisverður

12:00 - 13:00

Hádegisverður í boði Wise
Hlaðborð með fjölbreyttu úrvali kjöt, fisk- og grænmetisrétta svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ráðstefna

13:10

Forstjóri Wise býður gesti velkomna

13:15 - 13:35

Opnun ráðstefnu

Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns þróunarteymis og breytingastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna.

13:35 - 14:25

Veskislausnir og rafrænt ferli umsókna
Brynjar Kristjánsson og Anton Stefánsson hjá vefdeild Wise kynna hvernig hvernig rafrænar umsóknir geta einfaldað ferlið við umsóknir og þjónustu fyrir bæði íbúa sveitarfélaga sem og starfsfólk með beintengingu við Business Central. Farið verður yfir dæmi frá sveitarfélögum sem nú þegar hafa nýtt sér þessar lausnir.

Einnig verður fjallað um veskislausnir (e. digital wallets) sem hafa verið í mikilli sókn undanfarið. Sýnd verða dæmi um rafræna sölu og aðgangsstýringu með notkun á veskislausnum Wise.

14:25 - 14:35

Ný þjónustugátt Wise
Ný þjónustugátt Wise var tekin í gagnið á haustmánuðum. Hún veitir notendum betrumbætta leið til að skrá og fylgjast með þjónustubeiðnum. Sigrún Gunnarsdóttir fer yfir breytingarnar og hjálpleg atriði við notkun þjónustugáttarinnar.

14:35 - 14:50

Kaffihlé

14:50 - 15:05

Nýjungar í Sveitarstjóra
Jón H. Oddsson, vörustjóri sveitarfélagalausna Wise, fer yfir helstu nýjungar í Sveitarstjóra og segir frá ýmsum gullmolum sem kerfið hefur að geyma. Á síðustu misserum hafa ýmsar nýjungar litið dagsins ljós sem Jón segir frá.

15:05 - 15:20

Allt á einum stað - utanumhald mála og skjala með Wise
Kjartan Hrafn Kjartansson, vörustjóri CoreData, fer yfir lausnir sem Wise býður upp á sem snúa að málakerfum, rafrænum ferlum, rafrænum undirritunum og skilum til þjóðskjalasafns. Sýnt verður hvernig má einfalda vinnu starfsmanna sveitarfélaga og bæta yfirsýn samhliða því að auka þjónustu og bæta aðgengi íbúa að upplýsingum.

15:20 - 15:35

Ekki byrja á núllinu - betri yfirsýn yfir fjármálin með Power BI
Með fyrirfram tilbúnum Power BI skýrslum frá Wise má fá betri og skýrari yfirsýn á fjármálin á mun styttri tíma en áður. Benóný Dagur Brynjarsson vörustjóri fer yfir hvernig Power BI skýrslur Wise opna á nýja möguleika, spara tíma og hjálpa notendum að greina gögn á skilvirkari hátt. Með viðskiptagreind fæst betri stjórnendasýn á fjármálin og bættur stuðningur fyrir opið bókhald.

15:35 - 15:50

Framtíð Sveitarstjóra
Björn Þórhallsson, forstöðumaður söludeildar Wise, segir frá framtíð sveitarfélagalausna Wise. Hvert stefnum við og hverju geta notendur átt von á? Lausnir Wise eru í sífelldri þróun til að mæta þörfum sveitarfélaganna og Björn mun fara yfir helstu áherslur Wise í þjónustu við sveitarfélögin.

15:50 - 16:00

Samantekt fundarstjóra

16:00 - 16:20

Leynigestur

16:20 - 18:00

Léttar veitingar í boði Wise


Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.