Starfstækifæri
Við brennum fyrir tækni og árangri viðskiptavina
Hjá Wise starfar fjölbreyttur hópur fólks sem brennur fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina.

Fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.
Áherslurnar
Hvað við höfum upp á að bjóða
Heilbrigði
Við leggjum áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks, m.a. með greiðslu heilsustyrks og samstarfi við Auðnast.
Sveigjanleiki
Við viljum skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma eftir því sem kostur er.
Starfsþróun
Við bjóðum tækifæri til framþróunar í starfi og endurmenntun.
Verkefnin
Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í spennandi verkefnum í upplýsingatækni og koma að þróun stafrænna lausna.
Félagslíf
Það skiptir okkur máli að það sé gaman í vinnunni, hjá okkur er öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir skemmtanastarfi.
Samgöngur
Við hvetjum starfsfólk til að nota vistvænan, hagkvæman og heilsusamlegan ferðamáta, m.a. með greiðslu samgöngustyrks.
Vinnuaðstaða
Við störfum í opnu vinnurými og bjóðum upp á fyrsta flokks búnað og aðstöðu.
Endurgjöf
Við leggjum áherslu á að veita reglulega endurgjöf og opinská samtöl um frammistöðu.
Wise er vinnustaður í fremstu röð 2023
Við hlustum á okkar starfsfólk og tökum púlsinn reglulega, t.d. með Moodup.
Wise er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2023. Moodup veitir þeim vinnustöðum viðurkenningu sem sýna í verki að þeir hugsi vel um starfsfólk sitt og tryggi því framúrskarandi starfsumhverfi.


Tengjumst
Við skoðum þetta saman