Starfstækifæri
Við brennum fyrir tækni og árangri viðskiptavina
Hjá Wise starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem brennur fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina.

Gildin okkar
Samvinna
Við erum samtaka og styðjum hvert annað – þvert á hlutverk og svið í samstarfi við viðskiptavini okkar. Með traustri samvinnu myndum við sterka heild sem nær árangri.
Áreiðanleiki
Við tökum ábyrgð og leggjum okkur fram við að ná árangri, með gagnsæi að leiðarljósi. Við stöndum við skuldbindingar og sköpum okkur þannig sess sem áreiðanlegt tæknifyrirtæki.
Lipurð
Við þrífumst í kviku umhverfi, sem krefur okkur um lipurð og skapandi lausnir. Með því að vera lipur og framsýn höldum við forskoti á leið okkar inn í framtíðina.
Einstakt virði
Menningin og það sem gerir okkur einstök
Tækni og nýsköpun
Hjá Wise lifir starfsfólk og hrærist í tækni og nýsköpun, þar sem ástríða fyrir lausnum fær að blómstra. Verkefnin hafa raunveruleg áhrif á viðskiptavini og samfélagið, skapa tækifæri til að taka þátt í þróun lausna sem móta framtíðina og gerir starfið bæði gefandi og þroskandi.
Vöxtur og vegferð
Wise er á spennandi vegferð þar sem persónulegur og faglegur vöxtur starfsfólks þróast í takt við uppbyggingu fyrirtækisins. Spennandi umbreytingarferli skapa tækifæri til að móta framtíðina, takast á við áskoranir og vaxa í starfi.
Starfsandi og samvinna
Við trúum á kraftinn í fólkinu okkar! Með sterkri liðsheild, þar sem samvinna, áreiðanleiki og lipurð eru okkar leiðarljós, tökumst við á við krefjandi verkefni, finnum skapandi lausnir og náum árangri saman í síbreytilegu tækniumhverfi.
Alþjóðleg tenging
Tæknin hefur engin landamæri og hjá Wise tekur starfsfólk þátt í að þróa lausnir sem eiga erindi á alþjóðlegum vettvangi. Með samstarfi við Microsoft og fleiri samstarfsaðila fáum við tækifæri til að koma nýjum hugmyndum og vörum á framfæri fyrir fjölbreyttan markað, sem býður upp á óteljandi tækifæri.
Fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.
Áherslurnar
Hvað við höfum upp á að bjóða
Heilbrigði
Við leggjum áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks, m.a. með greiðslu heilsustyrks.
Sveigjanleiki
Við viljum skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma eftir því sem kostur er.
Starfsþróun
Við bjóðum tækifæri til framþróunar í starfi og endurmenntun.
Verkefnin
Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í spennandi verkefnum í upplýsingatækni og koma að þróun stafrænna lausna.
Félagslíf
Það skiptir okkur máli að það sé gaman í vinnunni, hjá okkur er öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir skemmtanastarfi.
Samgöngur
Við hvetjum starfsfólk til að nota vistvænan, hagkvæman og heilsusamlegan ferðamáta, m.a. með greiðslu samgöngustyrks.
Vinnuaðstaða
Við störfum í opnu vinnurými og bjóðum upp á fyrsta flokks búnað og aðstöðu.
Endurgjöf
Við leggjum áherslu á að veita reglulega endurgjöf og opinská samtöl um frammistöðu.
Wise er vinnustaður í fremstu röð 2024
Við hlustum á okkar starfsfólk og tökum púlsinn reglulega, t.d. með Moodup.
Wise er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð annað árið í röð. Moodup veitir þeim vinnustöðum viðurkenningu sem sýna í verki að þeir hugsi vel um starfsfólk sitt og tryggi því framúrskarandi starfsumhverfi.


Tengjumst
Við skoðum þetta saman