Skip to main content Skip to footer

Wise & Tasklet Factory

Wise & Tasklet Factory

Samþætting gagna milli kerfa – Vöruhúsið tengt við fyrirtækið! 

 

Tasklet Factory er danskt fyrirtæki sem einblínir á þróun hugbúnaðarlausna fyrir Mobile WMS. Markmið þeirra er að fínstilla og hámarka vinnuferla viðskiptavina sinna og skapa verðgildi með því að bjóða bestu lausnirnar sem til eru á markaðnum í dag.

Hvað er Mobile WMS


Mobile WMS er forrit fyrir öll þín raftæki hvort sem það er farsími, spjaldtölva eða fartölva. Forritið er gagnasöfnunartól keyrt á handhægum tölvum og tengist beint við ERP kerfið þitt án þess að notast við önnur kerfi. Þetta er sannkallaður vendipunktur í lausnum, þar sem kerfið getur verið sett upp fyrir þitt fyrirtæki á aðeins nokkrum dögum. Farsímaforritið og samþætting þess við Microsoft Dynamics 365 Business Central/AX/NAV býður notendum upp á notendavænt viðmót sem er auðvelt að sérsníða, óaðfinnanlega ERP samþættingu sem og frábæra þjónustu.

Wise Lausnir ehf. er stoltur samstarfsaðili Tasklet Factory.


„Við erum virkilega stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar lausnaframboðið frá Tasklet Factory fyrir vöruhús, geymslur og hagræðingu birgða. Tasklet Factory hefur verið að þróa forritið og samþættingu þess við Microsoft Dynamics í meira en 10 ár. Árangurinn af vinnusemi þeirra er þróun á framúrskarandi og öflugri lausn með flottu myndrænu notendaviðmóti sem er auðvelt í notkun og hægt að fínstilla eftir hentisemi eða þörfum hvers og eins notanda. Við hlökkum mikið til samstarfsins með þeim í komandi framtíð“ segir Jóhannes H. Guðjónsson, Forstjóri Wise lausna ehf. á Íslandi.

Smelltu hér til að skoða nánar Tasklet Factory.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.