Skip to main content Skip to footer

Wise og Syndis hefja samstarf um netöryggislausnir og sérhæfða ráðgjöf

Samstarfið styrkir þjónustu og lausnir sem styðja við örugga stafræna umbreytingu fyrirtækja og stofnana.

Wise og Syndis hafa gert með sér samstarfssamning sem snýst um að veita fyrirtækjum og stofnunum öflugan stuðning við netöryggi í takt við ört vaxandi kröfur í stafrænu rekstrarumhverfi.

Samstarfið byggir á sérhæfðri netöryggisráðgjöf, innleiðingu lausna og fræðslu með það að markmiði að mæta aukinni þörf fyrir reglubundna greiningu, öryggisviðbrögð og skýra aðgerðaáætlun.

Netöryggi er eitt brýnasta viðfangsefni nútíma fyrirtækja og stofnana. Með þessu samstarfi styrkjum við bæði þjónustuframboð okkar og getu til að bregðast hratt og markvisst við flóknum áskorunum í stafrænu umhverfi, segir Áki Barkarson, framkvæmdastjóri rekstarþjónustusviðs hjá Wise.

Syndis hefur í meira en áratug verið leiðandi í netöryggisráðgjöf hér á landi og veitir dýrmæta sérþekkingu í áhættugreiningu, öryggisúttektum og viðbrögðum við netógnum. Með þessu samstarfi sameinast sú þekking við reynslu Wise af rekstri upplýsingakerfa, þjónustuinnleiðingum og stuðningi við fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Við sjáum mikil tækifæri í að vinna náið með Wise að lausnum sem auka raunverulegt öryggi í rekstri fyrirtækja og stofnana, segir Anton Egilsson, forstjóri Syndis. Þetta snýst ekki bara um tækni – heldur um traust og ábyrgð í öryggismálum.

Samstarfið nær yfir:

⚙️ Netöryggisráðgjöf og úttektir

🛡️ Reglubundna veikleikaskanna og viðbragðsþjónustu

🤝 Sölusamstarf þar sem Wise býður netöryggislausnir frá Syndis

📚 Fræðslu og stuðning við að uppfylla staðla eins og ISO 27001 og NIS2

Framtíðin krefst markvissrar nálgunar í netöryggi

Með þessu samstarfi tryggja Wise og Syndis að viðskiptavinir beggja aðila hafi aðgang að sterkri blöndu af sérfræðiþekkingu, lausnum og ráðgjöf sem nýtist í raun í daglegum rekstri – og stuðlar að öruggari stafrænum grunni.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.