Skip to main content Skip to footer

Wise og Habilis gera með sér samstarfssamning

Aukin áhersla á sjálfsafgreiðslu viðskiptavina með Instant þjónustuvefnum og B2B vefverslun

 


 

 

Samstarfssamningur Wise og Habilis

Wise og Habilis hafa undirritað samstarfssamning og hafa í sameiningu þróað samþættingu Instant þjónustuvefs og B2B vefverslunar við Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Viðskiptavinir geta skoðað reikningsviðskipti sín, fengið afrit af reikningum og skoðað hreyfingayfirlit. Með Instant B2B viðbótareiningunni verður vöruframboð einnig sýnilegt og þægilegt að ganga frá viðskiptum rafrænt. Innleiðingin á vefnum er einföld, tekur stuttan tíma og öll gögn eru skráð í Business Central.

Góð reynsla komin á samstarfið
Samningur þessi er í takt við stefnu Wise þar sem aukin áhersla er á heildarlausnir fyrir fyrirtæki, sjálfvirknivæðingu og pappírslausar lausnir. Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. 

Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri Wise: „Við höfum nú þegar reynslu af nokkrum innleiðingum í samstarfi okkar við Habilis og hafa þær gengið mjög vel. Ég fagna samstarfinu og er lausnin góð viðbót við vöruframboð Wise.“

Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking
Habilis hefur hannað og framleitt ótal kerfi og er samnefnari þeirra sjálfvirk söfnun upplýsinga úr gagnagrunnum, framsettum á þann hátt er nýtist notendum þeirra best. Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking á nethugbúnaðarþróun ásamt framúrstefnulegri framtíðarsýn gerir því Habilis ehf. að sterkum bandamanni fyrirtækja sem hafa vefþjónustu viðskiptavina í fyrirrúmi.

Guðmundur S. Johnsen, framkvæmdastjóri Habilis: „Það er sannarlega fagnaðarefni að samstarf Wise og Habilis geti auðveldað viðskipti umtalsvert á tímum Covid og sóttvarnaraðgerða, með því að gera fjölda fyrirtækja kleift, að bjóða viðskiptavinum sínum upp á snertilausa sjálfsafgreiðslu með upplýsingamiðjunni Instant tengdri við Business Central.“

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.