Sveitarfélögin taka þessa dagana stórt skref í stafrænni umbreytingu með því að færa rekstur sinn yfir í nýjustu útgáfu Sveitarfélagalausna Wise í Microsoft Dynamics 365 Business Central skýinu. Nokkur sveitarfélög hafa þegar tekið upp lausnina og njóta nú aukins öryggis, sveigjanleika og skilvirkni í sínum rekstri.
„Það hefur verið okkur í Dalabyggð bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að vinna með Wise að innleiðingu á nýjustu útgáfu Sveitarfélagalausna Wise. Með því að færa okkur yfir í skýið sjáum við fram á að aukinn sveigjanleiki skapist í framhaldinu og öryggi í okkar rekstri verði meiri sem muni hafa jákvæð áhrif á þjónustu við íbúa Dalabyggðar til framtíðar,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar, sem var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að uppfæra í nýjar skýjalausnir Wise".
Ný útgáfa Sveitarfélagalausna Wise markar tímamót í möguleika á stafrænni þjónustu sveitarfélaga á Íslandi, þar sem lausnin stuðlar að sjálfvirknivæðingu og er forsenda fyrir hagnýtingu gervigreindar. Sveitarfélagalausnirnar samanstanda af viðskiptalausninni Microsoft Dynamics Business Central og sérkerfum sem eru hönnuð til að styðja við fjölbreyttar þarfir sveitarfélaga og íbúa þeirra. Lausnirnar aðstoða við mörg af lykil verkefnum sveitarfélaganna líkt og umhverfis- og skipulagsmál, innviði, húsnæðismál, lýðheilsumál, íþrótta- og æskulýðsmál ásamt fræðslu- og menningarmál.
Sveitarfélagalausnir Wise í Microsoft AppSource
Sveitarfélagalausnir Wise eru nú aðgengilegar í AppSource, markaðstorgi skýjalausna hjá Microsoft. Lausnirnar ná yfir lykilsvið sveitarfélaga í rekstri líkt og fjármál og áætlanagerð, félagsþjónustu, veitustjórnun, hafnarstjórnun, fasteignagjöld og viðskiptagreind. Við lausnirnar má einnig bæta við stafrænum lausnum á borð við veskislausn, rafrænar umsóknir og þjónustuvef fyrir íbúa, ásamt því að bjóða upp á tengingar við önnur kerfi.
„Við höfum átt ánægjulegt og árangursríkt samstarf við sveitarfélögin í nær 25 ár og það er okkar markmið að styðja við þau í að bæta þjónustu við íbúa og auka skilvirkni í rekstrinum. Nýjar skýjalausnir Wise eru stórt skref í að opna á möguleika fyrir sveitarfélögin til að geta aukið sjálfvirknivæðingu, gagnadrifna ákvarðanatöku, hagnýtt gervigreind og mætt síauknum kröfum íbúa um stafræna þjónustu og sjálfsafgreiðslu“ segir Stefán Þór Stefánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wise.
Framtíðarsýn fyrir sveitarfélög
Hjá Wise starfar sívaxandi teymi sérfræðinga við að þróa og þjónusta stafrænar lausnir fyrir sveitarfélög. Um 75% sveitarfélaga á Íslandi nýta sér lausnir Wise í dag og á næstu misserum munu fleiri sveitarfélög bætast í hóp þeirra sem uppfæra hjá sér í nýjustu útgáfu í Microsoft skýinu. Sveitarfélögin hafa metnaðarfulla stefnu í stafrænni umbreytingu og mun Wise halda áfram að styðja við þau í þeirri vegferð, þar sem einfaldari rekstur og þjónusta við íbúa er í forgrunni.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman