The British Standards Institution (BSI) hefur vottað að stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Wise uppfyllir kröfur ISO 27001.
Upplýsingaleki og gagnatap er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag og hefur aukin öryggisvitund og áhersla á upplýsingaöryggi því aldrei verið mikilvægari. Fyrirtæki og stofnanir verða að geta treyst því að þjónustuveitandi þeirra taki öryggi alvarlega og verndi þeirra persónulegu gögn og viðskiptaupplýsingar.
Innleiðing á ISO 27001 aðstoðar Wise við að bæta sínar vörur og þjónustu við viðskiptavini með því að samræma vinnubrögð, efla öryggisvitund starfsfólks, auka bæði innra og ytra eftirlit, formgera ferli, skerpa á ábyrgð og fyrst og fremst vera traustsins verð. Við erum því afar stolt af þessum áfanga sem er viðhaldið með stöðugum umbótum.
Hvað er ISO 27001?
Innleiðing á staðlinum ISO 27001 (Information Security Management System) er aðferðarfræði við að stjórna upplýsingaöryggi. Stjórnkerfið styrkir skipulagsheildir í nýsköpun, vexti og þróun á þjónustu til viðskiptavina með öruggum hætti. Einnig hjálpar það skipulagsheildum að innleiða aðferðarfræði til að vernda persónulegar sem og viðskiptaupplýsingar.