Skip to main content Skip to footer

Wise flytur alla hýsingarstarfsemi í sérhæft gagnaver

Wise hefur lokið flutningi á hýsingarumhverfi sínu úr Urðarhvarfi í Kópavogi í nýtt og háþróað gagnaver Borealis á Korputorgi. Þetta verkefni hófst á árinu 2023 og er mikilvægur þáttur í stefnu félagsins  að tryggja örugga, áreiðanlega og fullkomlega sérhæfða hýsingarþjónustu fyrir viðskiptavini.

Flutningurinn fól í sér verulega endurnýjun á tækjabúnaði, þar sem nýjar lausnir voru innleiddar til að styrkja innviði og bæta öryggi. Meðal annars voru valdir nýir Cisco UCS netþjónar og HPE gagnastæður fyrir sýndarumhverfi, Dell netþjónar og Lenovo diskastæður fyrir afritun. Einnig var valin Cisco netmiðja fyrir framnet og gagnaversnet ásamt nýjum VPN-gáttum og eldveggjum frá Fortinet til að tryggja hámarksöryggi.

Uppsetning hófst í byrjun árs 2024, þar sem mikið skipulag og samtengingar á búnaði áttu sér stað til að hámarka afköst og örugga starfsemi í nýja gagnaverinu.

Við nýttum þetta tækifæri til að endurnýja eldri búnað sem var kominn til ára sinna, segir Gerður Björt Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarþjónustusviðs hjá Wise. Með þessari uppfærslu getum við boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks hýsingarþjónustu í öruggu og nútímalegu umhverfi.

Í ágúst var komið að flutningi sýndarumhverfisins sjálfs, þar sem um 700 sýndarvélar, ásamt 300TB af gögnum, voru færðar yfir án niðritíma. Einnig var afritunarkerfið uppfært á nýja 1.5PB afritunarstæðu.

Að loknum flutningi sýndarumhverfisins  hófst vinna við að tengja Korputorg við helstu netþjónustur, þar á meðal Internet, Metronet, og nýtt OOB-net fyrir aðgengi að netkerfinu í neyðartilfellum. Flutningi allra netþjónusta lauk í lok október 2024.

Þessi flutningur er hluti af langtímastefnu Wise, þar sem félagið hefur einnig flutt hýsingarstarfsemi sína á Akureyri yfir í Tier 3 gagnaver atNorth á árinu. Wise rekur því ekki lengur eigin gagnaver heldur nýtir sérhæfða þjónustu frá fyrirtækjum á þessu sviði. Þetta gerir félaginu kleift að einbeita sér að þróun nýrra þjónustulausna fyrir viðskiptavini og að bæta öryggi og áreiðanleika starfseminnar.

Með þessum breytingum býður Wise upp á fyrsta flokks hýsingarþjónustu sem stenst ströngustu kröfur markaðarins og tryggir viðskiptavinum afburða þjónustu og áreiðanleika.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.