Skip to main content Skip to footer

Wise er vinnustaður í fremstu röð 2023

Wise er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2023.  

Forsendur þess að hljóta nafnbótina er að mæla starfsánægju að lágmarki einu sinni á hverjum ársfjórðungi, bregðast við þeirri endurgjöf sem starfsfólk skrifar og sýna þannig í verki að álit þess skiptir máli. Auk þess þarf að ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.

„Við hjá Wise erum afar stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu frá Moodup. Vinnustaðurinn og menningin er verkefni allra sem starfa hjá fyrirtækinu og er þetta staðfesting á þeirri góðu vinnu sem hefur farið í að skapa þennan frábæra vinnustað.“

segir Tinni Kári Jóhannesson, mannauðsstjóri Wise

Með því að uppfylla þessi skilyrði hefur Wise sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, sýna í verki að álit þess skiptir máli og ná árangri þegar kemur að því að auka og viðhalda hárri starfsánægju.

Viðurkenningin staðfestir þannig að Wise hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi. 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.