Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir hraðri þróun í stafrænni tækni og breyttum kröfum til starfsfólks. Þörfin fyrir markvissa, hnitmiðaða og aðgengilega fræðslu hefur aldrei verið meiri.
Til að bregðast við þessari þróun býður Wise nú upp á nýjan fræðsluvettvang: Wise Dojo, sniðið að þörfum fyrirtækja og stofnana sem vilja styðja við starfsfólk sitt í notkun stafrænna lausna og styrkja þannig stafræna hæfni þeirra.


Fjölbreytt fræðsla sem nýtist í daglegu starfi
Wise Dojo inniheldur fjölda stafrænna námskeiða sem styrkja öryggi og sjálfstæði í notkun stafrænna lausna sem eru mikið notaðar af fyrirtækjum og stofnunum í dag. Þar má meðal annars finna kennslu í:
“Námskeiðin henta jafnt nýjum sem reyndum notendum. Þau eru stutt og hnitmiðuð þannig að auðvelt er að flétta fræðsluna inn í dagleg störf. Reglulega bætast við ný námskeið og er efnið uppfært í takt við breytingar og nýjungar.”
segir Gunnar Örn Haraldsson, Tech Lead 365.

Sveigjanlegt aðgengi að fræðslu
Wise Dojo býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast fræðsluefnið – allt eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki best. Efnið er aðgengilegt bæði í Wise Dojo fræðslukerfunum eða afhent til að setja upp í fræðsluumhverfi fyrirtækisins.

Fræðsla sem þróast með vinnustaðnum
Wise Dojo er í stöðugri þróun og nýtt efni bætist reglulega við. Boðið er upp á sveigjanlegar áskriftarleiðir eftir umfangi, ásamt sérhæfðum fræðslupökkum sem miðast við hlutverk innan fyrirtækja.
Til að tryggja árangur af notkun Wise Dojo býður Wise einnig upp á eftirfarandi þjónustu:
-
Aðgangur að Teams rás
Starfsfólk getur sent inn spurningar um Microsoft 365 og fengið svör frá sérfræðingum Wise.
-
Fjarkennsla
Boðið er upp á stöðluð námskeið sem einnig er hægt að laga að þörfum fyrirtækja.
-
Einkakennsla
Tilbúnir fræðslupakkar þar sem leiðbeinandi fer yfir efnið með starfsmanni 1:1.
-
Staðkennsla
Námskeið eru haldin á vinnustaðnum, boðið er upp á stöðluð námskeið eða sérsniðin að þörfum viðskiptavinar.

Fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja sitt starfsfólk
Wise Dojo er hugsað fyrir fyrirtæki sem vilja byggja upp stafræna hæfni starfsfólks á markvissan hátt – án þess að flækja málin.
Fyrirtæki geta einnig nýtt sér fræðslustyrki í gegnum áttin.is og fengið hluta kostnaðar endurgreiddan.
Viltu vita meira?
Ef þú vilt vita meira, fá prufuaðgang eða bókaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki.