Skip to main content Skip to footer

Vöruþróun byggir á samskiptum við viðskiptavini

Bergsveinn Snorrason, oftast kallaður Beggi, tók við starfi forstöðumanns vöruþróunar hjá Wise í vor. Hann hefur mikla reynslu úr upplýsingatæknibransanum, en hann starfaði síðustu átta ár hjá Nova sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar. 

Hjá Wise nýti ég reynslu mína af hugbúnaðarþróun hjá Nova þar sem ég byggði upp teymi út frá Scrum og Agile aðferðafræðinni. Í vöruþróun erum við með þrjú teymi sem vinna eftir skipulögðum verkferlum og í ákveðnum takti þar sem hvert teymi er með sinn fókus. Eitt teymið er að vinna að skýjavegferð sveitarfélaga, annað er í nýþróun og þriðja teymið er að vinna í að bæta notendaviðmót og upplifun á núverandi vörum. Við erum samstilltur hópur sem vinnum öll að sama markmiði og drögum lærdóm frá fyrri verkefnum og þörfum viðskiptavina.   

“Oft sjáum við að margir viðskiptavinir eru að lenda í sömu vandamálunum og þá tökum við það inn á okkar borð og þróum lausn. Þannig náum við að leysa málin ekki bara fyrir einn viðskiptavin, heldur alla núverandi og framtíðarviðskiptavini.” 

Samskipti við fólk er algjör lykill að góðum árangri, bæði inn í teyminu og við viðskiptavini. Til að við getum unnið sem best fyrir okkar viðskiptavini og leyst þeirra mál með árangursríkum hætti verðum við fyrst að ná árangri sem teymi. Lykillinn þar er að hafa skýr markmið og fókus, að það ríki góður andi og traust innan hópsins þar sem fólk er óhrætt við að tjá skoðanir sínar. Við tökum púlsinn á teyminu reglulega sem hjálpar okkur að þróa okkur um leið og við eflum nýsköpunarkraftinn fyrir vöruþróun, okkar viðskiptavinum til hagsbóta. 

Skýið er lykillinn að sjálfbærari vinnu og betri rekstri 

Í skýinu eru viðskiptavinir okkar með nýjustu útgáfu og aðgang að bestu lausnunum strax án mikilla vandkvæða. Þau verða miklu sjálfbærari í sinni vinnu, því það er ekki þörf á kerfisstjóra til að setja upp eitthvað í hvert skipti sem þarf að breyta eða uppfæra. Það er miklu dýrara að viðhalda vörum þannig. Framtíðarsýnin er sú að viðskiptavinir geti auðveldlega fundið lausn á sínum málum sjálfir, í sjálfsafgreiðslu, án aðstoðar og þannig verið sjálfbærari í vinnunni. Í dag er til að mynda hægt að finna rétta appið inn á Microsoft AppSource sem leysir tiltekin vandamál eða léttir verkið og er hægt að byrja að nota vöruna strax án aðstoðar. 

„Að hafa aðgang að öllum lausnum upp í skýinu er mikil hagræðing fyrir okkar viðskiptavini. Við viljum koma sem flestum ef ekki öllum okkar viðskiptavinum þangað, í stað þess að reksturinn sé bara fastur á einni tölvu.” 

Smíðum vörur sem henta fram veginn 

Í dag erum við með meira en 30 vörur inn á AppSource sem Wise hefur þróað. Vörurnar eru sniðnar að þörfum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana, til að létta undir á hinum ýmsu sviðum, t.d. við fjármálin, innkaupin eða starfsmannahald. Helstu verkefni Begga og hans teymis þessa dagana er stuðningur við skýjavegferðina með þróun á vörum í AppSource fyrir sveitarfélög. Með þeim geta sveitarfélög með einföldum hætti haldið utan um hina ýmsu þætti sem snúa að samskiptum og viðskiptum við íbúa eða aðra, til dæmis hafnargjöld, sundkort, félagslegt húsnæði eða rukkun á skólamáltíðum, svo fátt eitt sé nefnt. 

„Mörg sveitarfélög eru ekki með hugbúnaðardeild en þurfa samt að geta reitt sig á tæknina til að vinna verkin vel og tímanlega. Við gerum þeim kleift að útvista þessum þætti rekstursins, þar sem við komum inn með aukahendur og smíðum vöru sem hentar fram veginn og aðrir viðskiptavinir geta einnig nýtt sér.“

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.