11.11 – Singles Day | 28.11 – Black Friday | 01.12 – Cyber Monday
Í kringum þessa daga fjölgar tilboðum og því miður líka tilraunum til netglæpa. Netglæpamenn nýta hraðann og spennuna í kringum þessa daga til að smygla fölskum tilboðum, SMS-skilaboðum um sendingarnúmer og fölskum gjafabréfum.
Hér eru nokkur einföld og hagnýt ráð til að verja þig og fyrirtækið þitt.
Hvað þarf að hafa í huga?
Of góð tilboð eru oft fölsuð
Ef tilboð virðist vera of gott til að vera satt, er það líklega það!
Athugaðu netfang sendanda og slóð áður en þú smellir – eða opnaðu slóðina í vafra frekar en að smella beint.
Taktu þér tíma – ekki láta tímapressu hafa áhrif á þig
Vefveiðipóstar reyna oft að skapa tímapressu („aðeins 1 klst eftir!“).
Taktu þér tíma til að meta hvort þetta sé raunverulegt.
Farðu beint á vefverslunina – ekki smella á tilboðshlekki
Sláðu inn slóðina sjálf/ur í vafrann. Ekki smella á tilboð sem berast í tölvupósti eða SMS.
Vertu á varðbergi gagnvart fölsuðum vefverslunum
Netglæpamenn búa til vefverslanir sem líta út eins og alvöru vefsíður.
Athugaðu alltaf:
- Er slóðin rétt? (t.d. amazon.com en ekki amaz0n.com)
- Er vefurinn með örugga tengingu (https)?
- Er eitthvað skrýtið við útlit eða tungumál?
Ekki smella á hlekki í óvæntum tölvupóstum eða SMS
Vefveiðipóstar (e. Phishing) eru oft merktir sem „takmarkað magn“, „sértilboð“ eða „síðasta tækifæri“. Þeir geta innihaldið spilliforrit eða beint þér á svikavefi.
Notaðu öruggan greiðslumáta
Forðastu að slá inn kortaupplýsingar á síðum sem þú þekkir ekki. Notaðu greiðslumáta með vörn, t.d. kreditkort eða PayPal. Forðastu beinar millifærslur.
Fyrir fyrirtæki:
- Fræðið starfsfólk um hættuna – sérstaklega þá sem vinna við þjónustu eða fjármál fyrirtækja.
- Virkjaðu varnir fyrir vefveiðum (e. phishing) í tölvupóstkerfum.
- Notið margþátta auðkenni (e. MFA) – sérstaklega fyrir kerfi sem tengjast pöntunum og greiðslum. Þetta eiga allir að nota, alltaf.
- Hvetjið til tilkynninga um grunsamlega pósta eða hegðun.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman