Skip to main content Skip to footer

Tilkynning vegna tollabreytinga mars 2023

Eftirfarandi tollabreytingar taka gildi 1.mars 2023

Umtalsverðar breytingar á innheimtu umbúðagjalda voru staðfestar af Alþingi nú fyrir áramót og taka þau gildi 1. mars 2023. Kóði hins nýja úrvinnslugjalds er BY og reiknast sem hlutfall, nettóþyngdar línu, á tilteknar sölu- og flutningsumbúðir.   

Fyrirkomulag í Tollakerfinu við innheimtu BV og BX gjalda vegna pappa og plasts verður því óbreytt út 28. febrúar 2023 og magntölukódarnir PL1, PL2, PLX, PP1, PP2 og PPX notaðir áfram út þetta tímabil. Taxtar gjaldanna breyttust þó með nýrri tollskrá sem tók gildi um áramótin.

Til viðbótar eru breytingar er snerta undanþágu kvóta sem og meðhöndlun á etanól og biodisel.

Breytingar á tollkvótum hafa þegar tekið gildi að hluta en verða innleiddar að fullu 1.mars 2023.

Undanþágubreytingar

Upplýsingar frá Skattinum varðandi tollkvótaúthlutanir

Umbúðagjaldabreytingar

Upplýsingar frá Skattinum varðandi sölu-og flutningsumbúðir

Etanol og Biodisel

Krafa um skráningu íblöndunarefna eldsneytis í innflutningsskýrslu tekur gildi 1. mars 2023

Hér eru á ferðinni þó nokkrar breytingar og því gott að kynna sér þær nánar hér á vef Skattsins. Breytingar hafa verið gerðar á tölvukerfum okkar þannig að hægt sé að virkja hinu nýju umbúðareglu með dagsetningu í tollkerfisgrunni en jafnframt mun haldast óbreytt eldri aðferð við útreikninga umbúðagjalda fram að þeirri dagsetningu. 

Tilkynning var send 5.janúar 2023 á alla viðskiptavini með upplýsingum um að staðfesta þurfi uppfærslu með því að senda inn beiðni þess efnis.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.