Skip to main content Skip to footer

Stafræn vegferð stuðlar að sjálfbærum rekstri

Fréttin er tekin af síðu Fréttablaðsins – Hlekkur á fréttina


Margt hefur breyst í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana í faraldrinum sem hefur geisað undanfarin misseri og margir þurft að aðlaga sig breyttum veruleika.

„Fyrirtæki sem hafa náð hvað mestum árangri í þessari aðlögun nýta tæknina betur en þau gerðu áður, bæði til að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi, sem og til að skapa sér samkeppnisforskot og auka sjálfbærni,“ upplýsir Björn Þórhallsson, sölustjóri hjá Wise.

Stafræn vegferð með Wise

Stafræn umbreyting er hugtak sem rammar inn þá breytingu að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina með snjöllum lausnum sjálfvirkni og gervigreind.

„Hugbúnaðarfyrirtækið Wise vinnur að því alla daga að auðvelda viðskiptavinum sínum þessa vegferð, með bæði stöðluðum og klæðskerasniðnum hugbúnaðarlausnum,“ segir Björn, sem gengt hefur starfi sölustjóra hjá Wise yfir fimmtán ár.

Wise, sem áður hét Maritech, þjónustar viðskiptavini í öllum atvinnugreinum þar sem Business Central (áður Navision) frá Microsoft er notað, og segir Björn að öll fyrirtæki og stofnanir geti nýtt sér lausnir Wise í sinni stafrænu vegferð.

„Verið er að leggja lokahönd á lausn fyrir sveitarfélög sem vilja nýta sér stafrænar lausnir með það að markmiði að auka þjónustustig við íbúa og aðra. Wise er að hanna í samstarfi við aðra lausn sem nýtir sér stafræn aðgangskort fyrir sundlaugar sveitarfélaga. Kortið er geymt í sama rafræna veski og rafræn ökuskírteini og birtist á símaskjánum með mynd að aðgangskorti, ekki ólíku því korti sem við höfum í veskinu. Hægt verður að kaupa aðgangskortin á vef sveitarfélagsins eða með því að skanna QR-kóða sem verður aðgengilegur í anddyri sundlauganna. Einnig verður hægt að afgreiða stafrænu kortin í gegnum kassakerfi sundlauganna, Centara,“ útskýrir Sigrún Gunnarsdóttir hópstjóri sveitarfélagalausna hjá Wise.

Einstaklingur getur ákveðið hvort hann vilji kaupa sér árskort, 10- eða 30-miða kort, eða aðgang fyrir eitt skipti.

„Aðgangsverð getur verið breytilegt, til dæmis fá eldri borgarar frían aðgang í sundlaugina, sem þýðir að þegar einstaklingur sem á rétt á afslætti af aðgangsverði í sundlaugarnar kaupir sér aðgangskort þarf hann að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að fá afsláttinn sem hann á rétt á,“ upplýsir Sigrún.

Fjölbreytt lausnaframboð

Stafrænar lausnir Wise ganga út á að spara tíma, auðvelda aðgang og notkun, ásamt því að aðstoða fyrirtæki í að taka sín skref á átt að sjálfbærni.

„Vöruframboð Wise hefur breikkað mikið undanfarin misseri. Wise býður meðal annars upp á rafræna reikninga sem nýta sér OCR og gervigreind við bókun þeirra. Þessar lausnir gera fyrirtækjum kleift að móttaka og senda frá sér alla reikninga pappírslaust,“ segir Árni Haukur Árnason, hópstjóri Dynamics 365 hjá Wise.

Vettvangslausnir Wise bjóða notendum upp á að sinna þjónustu og eftirliti hjá viðskiptavinum. Allar aðgerðir og skráningar fara fram í snjalltæki starfsmanns sem getur klárað verkið, fengið undirskrift fyrir verklokum, skráð tíma og búið til reikning.

„Snertilausar þjónustur eru hluti af lausnaframboði Wise. Ein af þeim er Rafræn staðfesting, staðfesting á vöruúttekt er þá send með SMS-i í síma móttakanda þar sem hann smellir á hlekk og fær viðmót til að staðfesta vöruúttekt með rafrænum hætti. Með snertilausri staðfestingu verður öll útprentun óþörf og rafræn staðfesting sendist yfir í Business Central sem skapar fullkominn rekjanleika. Móttakandi notar sinn síma og snertir þar af leiðandi ekki tól, tæki né skriffæri afhendingaraðila,“ útskýrir Árni Haukur.

Wise Card-app auðveldar starfsmönnum fyrirtækja sem nota kreditkort og þurfa utanumhald um kvittanir, til dæmis þegar farið er út að borða. Appið heldur utan um samþættingu við kortafyrirtæki og skilar færslum ásamt mynd af kvittun yfir í bókhaldskerfið.

„Þjónustuveflausnir veita viðskiptavinum aðgang að sínum gögnum. Viðskiptavinir geta skoðað viðskiptasögu sína, fengið afrit af reikningum og hreyfingayfirlitum, ásamt því að ganga rafrænt frá viðskiptum,“ greinir Árni Haukur frá.

Einfalt og þægilegt bókhald

Aldrei hefur aðgengi að bókhaldskerfi verið jafn auðvelt og með bókhaldskerfi í áskrift hjá Wise.

„Mánaðarleg áskrift veitir viðskiptavinum aðgang að Microsoft Business Central í gegnum snjalltæki eða vafra, hvar og hvenær sem er. Microsoft og Wise sjá um afritun, rekstur og viðhald, og uppfærslur eru í áskrift þannig að viðskiptavinir eru alltaf með nýjustu útgáfu af kerfinu á hverjum tíma,“ útskýrir Björn.

Wise mun enn og áfram auka framboð af stafrænum lausnum samhliða auknum kröfum markaðarins.

„Eins og Satya Nadella, forstjóri Microsoft, komst að orði þegar nokkrir mánuðir voru liðnir af Covid-faraldrinum í lok apríl 2020; „We’ve seen two years worth of digital transformation in two months.“ Þessi þróun hefur síðan haldið áfram í veldisvexti og fyrirtæki sjá það ekki lengur sem valkost heldur hvenær þau þurfa að taka þátt í stafrænni umbreytingu. Væntingar viðskiptavina snúast um að geta gengið að öllum snertiflötum fyrirtækja með sama hætti, hvort sem þeir eru stafrænir eða á staðnum,“ segir Björn.

Wise er í Ofanleiti 2 í Reykjavík og á Skipagötu 9 á Akureyri. Sími 545 3200. Sjá nánar á wise.is

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.