Skip to main content Skip to footer

WiseFish er hentugt í sjávarútvegi

Hvers vegna er WiseFish hentugt í notkun í sjávarútvegi?

,,Fyrst og fremst vegna þess að WiseFish tryggir fullkominn rekjanleika á vörum – bæði hvað varðar magn og verðmæti. WiseFish nær yfir og snertir alla virðiskeðjuna – það fylgir hráefni frá skipi eða kví, gegnum vinnslu eða umbreytingaferli og alla leið út á markaðina.
Þannig stuðlar WiseFish að samfelldu aðgerðaflæði og viðheldur öruggu samhengi viðskiptagagna, sem síðan auðveldar greiningar á orsökum og afleiðingum í rekstrinum. Það felast gríðarleg verðmæti í því að gögnin séu öll aðgengileg á einum stað og að upplýsingarnar veiti heildaryfirsýn á viðskipti og rekstur,“ segir Jóhann Ófeigsson sem er hópstjóri ráðgjafasviðs WiseFish.

Stöðugt í rýni varðandi kröfur og áskoranir.

„WiseFish er hentugt að því leyti að það er þróað í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar í sjávarútvegi, þannig að meginuppspretta nýjunga og þróunar koma frá viðskiptavinum okkar. ,Kerfin okkar eru í stöðugri rýni og þróun í takt við nýjar kröfur og áskoranir – bæði í tækni- og viðskiptaumhverfi sjávarútvegsins en þar má t.d. nefna auknar kröfur varðandi umhverfis- og vottunarskráningar. Þetta snýst einnig um upplýsingar til neytenda, sem verða sífellt meðvitaðri í tengslum við vörukaup og vilja ítarlegar upplýsingar um uppruna og vistspor afurða.“ Hvaða lausnir hefur WiseFish sem eru sérstaklega góðar fyrir útveginn? ,,WiseFish inniheldur meðal annars útgerðarkerfi fyrir aflaskráningar, kvótaumsýslu og uppgjör veiðiferða. Þá er þar einnig að finna ýmis stöðluð samskipti við fiskmarkaði og opinbera aðila. Sérstaða framleiðslukerfisins í WiseFish, umfram önnur hefðbundin framleiðslukerfi, er að það fæst við uppskiptingu (niðurbútun) hráefnis, en ekki hefðbundna samsetningarframleiðslu eins og ef um reiðhjól væri ræða. Auk þess er WiseFish vandlega samofið stöðluðum og þaulreyndum viðskiptahugbúnaði, Microsoft Business Central, og nýtir sér til fullnustu öll þau öflugu greiningartól sem koma úr sömu smiðju. Wise býður jafnframt ýmsar stuðningslausnir, svo sem launakerfi þar sem sjómannauppgjör eiga sér stað, rafræna reikninga, uppáskriftarkerfi og bankasamskiptakerfi sem eru mikilvægar lausnir til að einfalda rekstur og fjárhagsbókhald íslenskra fyrirtækja.“

 

Sjávarútvegur hattur yfir margvíslega starfssemi.

Er þetta flókinn hugbúnaður? ,,Hugbúnaðurinn er í sjálfu sér ekki flókinn, en hann er vissulega yfirgripsmikill, því hann hefur snertifleti við gjörvalla virðiskeðjuna. Okkar hlutverk er að vinna gögnin  með skipulögðum hætti og draga fram aðalatriðin sem skipta máli við ákvörðunartöku og stýringu sjávarútvegsfyrirtækja. Það má segja að hugtakið „sjávarútvegur“ sé hattur yfir ákaflega margbreytilega starfsemi, þar sem þarfirnar geta verið mjög misjafnar. Útgerðir, vinnslur og söluaðilar geta haft afar mismunandi þarfir: Sum leggja t.d. mikla áherslu á nákvæmt skipulag sölu, flutninga og vöruhúsastýringar, meðan önnur leggja meira kapp á hraða afgreiðslu – t.d. félög sem eru að selja og flytja ferskan fisk með flugi.“ Nútíma sjávarútvegur byggir á hátækni, samskiptum, skilvirkni og hraða. Okkar hlutverk er að styðja við þessa þætti og til þess höfum við hannað WiseFish,“ segir Jóhann að endingu.

 

Grein birt frá Timariti Fiskifrétta 2022.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.