Skip to main content Skip to footer

Wise undirritar samning um kaup á Þekkingu

Wise og eigendur Þekkingar hafa undirritað samning um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar.

Wise hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Þekkingar, sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Með kaupunum verður til eitt af öflugri fyrirtækjum í upplýsingatækni á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og yfir 4 milljarða sameiginlega veltu. Kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Wise hefur lengi verið framarlega í sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Á undanförnum árum hefur Wise bæði breikkað vöruframboð sitt og fært sínar lausnir í skýjaþjónustur sem hefur kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum.

Þekking hefur á móti verið framarlega í rekstri tölvukerfa og öryggismálum um árabil og boðið viðskiptavinum upp á trygga og áreiðanlega þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns á Akureyri og í Kópavogi.

Sameinaðir kraftar
„Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“,  segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.

 
„Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins “, segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.