Skip to main content

Wise undirritar samning um kaup á Þekkingu

Wise og eigendur Þekkingar hafa undirritað samning um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar.

Wise hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Þekkingar, sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Með kaupunum verður til eitt af öflugri fyrirtækjum í upplýsingatækni á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og yfir 4 milljarða sameiginlega veltu. Kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Wise hefur lengi verið framarlega í sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Á undanförnum árum hefur Wise bæði breikkað vöruframboð sitt og fært sínar lausnir í skýjaþjónustur sem hefur kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum.

Þekking hefur á móti verið framarlega í rekstri tölvukerfa og öryggismálum um árabil og boðið viðskiptavinum upp á trygga og áreiðanlega þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns á Akureyri og í Kópavogi.

Sameinaðir kraftar
„Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“,  segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.

 
„Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins “, segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.