Skip to main content

Wise flytur höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ofanleiti

Nú á dögunum gerði Wise langtímaleigusamning við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæði fyrir starfsemi sína í Reykjavík og á Akureyri. Starfsemi Wise í Reykjavík hefur nú þegar verið flutt úr Borgartúni 26 í húsnæði í eigu Regins í Ofanleiti 2. Wise verður á efstu hæð hússins en verkfræðistofan Verkís er einnig með starfsemi sína í húsinu en það hýsti áður Háskólann í Reykjavík. Móttakan í Ofanleitinu er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 – 17:00 og föstudaga frá kl 09:00 – 15:00.  Á næstu vikum mun starfsemi Wise á norðurlandi einnig flytja starfsemi sína í húsnæði Regins, við Skipagötu 9 á Akureyri.  

Wise stefnir á að árið 2021 verði það stærsta í 26 ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins hefur aukist með sameiningu við Centara og Clarito sem og með samstarfi við LS Retail og fleiri birgja. Framtíðin er björt og horfir fyrirtækið fram á mikil vaxtartækifæri í tækniþróun og sérstaklega í þeirri stökkbreytingu sem er hafin í stafrænum lausnum og nýtingu þeirra. 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.