Skip to main content

Wise er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020

Viðskiptablaðið og Keldan kynnir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. 

Ár hvert taka Viðskiptablaðið og Keldan lista yfir þau fyrirtæki sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.

2,7% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, samkvæmt skilyrðum Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þau fyrirtæki sem komast á lista þurfa að standast eftirfarandi kröfur:

  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
  • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform

Rekstrarárin 2019 og 2018 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2017

Wise Lausnir ehf. er fyrirmyndarfyrirtæki 2017-2020

Við erum stolt að greina frá því að Wise lausnir ehf. er á meðal þeirra fyrirtækja sem þykja til fyrirmyndar í rekstri, og höfum verið frá upphafi. 

Wise þakkar innilega fyrir þessa viðurkenningu – og óskar öðrum fyrirtækjum til hamingju með sama árangur. 

Sjá listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki 2020 í heild hér. 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.