Viðskiptablaðið og Keldan kynnir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020.
Ár hvert taka Viðskiptablaðið og Keldan lista yfir þau fyrirtæki sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.
2,7% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, samkvæmt skilyrðum Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þau fyrirtæki sem komast á lista þurfa að standast eftirfarandi kröfur:
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
- Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform
Rekstrarárin 2019 og 2018 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2017
Wise Lausnir ehf. er fyrirmyndarfyrirtæki 2017-2020
Við erum stolt að greina frá því að Wise lausnir ehf. er á meðal þeirra fyrirtækja sem þykja til fyrirmyndar í rekstri, og höfum verið frá upphafi.
Wise þakkar innilega fyrir þessa viðurkenningu – og óskar öðrum fyrirtækjum til hamingju með sama árangur.
Sjá listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki 2020 í heild hér.