Skip to main content Skip to footer

Sveitarfélögin sóttu Wise heim

Sveitarfélagaráðstefna Wise var haldin þann 24.mars á Grand hótel

Á ráðstefnunni var farið yfir helstu nýjungar Wise auk þess sem haldnar voru málstofur fyrri part dags þar sem þátttakendum gafst kostur á að taka þátt í umræðum um þróun vara Wise.

Haldnar voru 3 málstofur með áherslu á skilvirkara innheimtuferli, greiningu upplýsingar fyrir stjórnendur og stafræn félagsmál. Þátttakendur flykktust að frá sveitarfélögum víðs vegar um land, bæði af höfuðborgarsvæði og utan þess, til að hlýða á erindi og taka virkan þátt í málstofum.  Sú vinna verður okkur hjá Wise virkilega dýrmæt við vöruþróun og áframhaldandi samstarfi við sveitarfélögin.

Seinni part dags voru fjölbreytt erindi á dagskrá. Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns þróunarteymis og breytingastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, setti ráðstefnuna með einstaklega fróðlegum fyrirlestri um þeirra stafrænu vegferð. Í kjölfarið fylgdu erindi starfsfólks Wise um nýjungar og framtíð sveitarfélagalausna Wise, nýtingu Power BI til að ná betri yfirsýn yfir fjármálin, nýja þjónustugátt Wise, utanumhald mála og skjala með CoreData og síðast en ekki síst erindi um rafrænt ferli umsókna og veskislausnir (e. digital wallets).

Veskislausnir Wise í mikilli sókn

Veskislausnir Wise hafa verið í sértaklega mikilli sókn undanfarið. Með lausninni má á einfaldan hátt versla vöru eða þjónustu snertilaust með snjallsíma án aðkomu starfsmanns, eins og t.d. sundkort, sem stofnast sjálfkrafa í veski (e. digital wallet) viðkomandi og veitir aðgang í formi QR kóða. Upplýsingar um kaupin keyrast í framhaldinu inn í Business Central. Með þessum hætti einfalda veskislausnir Wise sveitarfélögum að hækka þjónustustig við íbúa sem og vinnu starfsfólk með aukinni stafrænni virkni og samþættingu við BC.

Upptaka af fyrirlestrum aðgengileg

Við þökkum þátttakendum og fyrirlesurum fyrir einstaklega vel heppnaðan dag og hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári. Erindin munu verða aðgengileg hér.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þau betur eða deila með vinnufélögum.  

 

 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.