Spennandi nýjungar í nýjustu útgáfu Business Central

Í gær kynnti Microsoft fyrir notendum nýjustu útgáfu af Business Central sem er stútfull af spennandi nýjungum.
Við hjá Wise höfum við tekið sama helstu breytingar sem við teljum að muni gagnast notendum einstaklega vel og stuðla að hraðara og skilvirkara vinnuumhverfi - sjá samantekt hér að neðan.
Leit í gögnum fyrirtækis (ALT+Q)
Búið er að uppfæra leitina (ALT+Q) svo hægt sé að leita í öllum gögnum kerfisins.
- Þegar leitað er eftir t.d. heiti viðskiptamanns þá koma nú upp bókaðir sölureikningar, tengiliðir og viðskiptamannafærslur o.fl. sem tilheyra þeim viðskiptamanni.
- Ef t.d. lánardrottinn er til með sama heiti þá kemur hann upp í leitinni ásamt lánardrottnafærslum og öðru tengdu.
Sjá nánar: Get to data search from anywhere in Business Central | Microsoft Learn
Bæta töflureitum á síður
Í Business Central eru ýmsar leiðir fyrir notendur til að sérstilla síður, t.d. bæta við, flytja og fjarlægja reiti/dálka, aðgerðir o.fl. Í nýjustu útgáfunni er búið að aflæsa töflureitum þannig að stjórnendur (e. administrators) og ráðgjafar hafa möguleika á að bæta öllum reitum sem eru í töflu við síðu án þess að forritunar sé þörf.
- Þegar töflureitum er bætt við síðu er það gert fyrir hvert hlutverk en ekki hvern notanda.
1. Byrjað er á að fara í Forstillingar (hlutverk), hlutverkið sem bæta á reitum á valið og aðgerðin Sértilla síður valin
2. Töflureit er bætt við á réttan stað með því að draga hann úr listanum yfir á síðuna sem hann á að fara á
3. Þegar búið er að stilla reitinn og setja á réttan stað er smellt á Lokið til að ljúka sérstillingunni
-
Reiturinn verður sýnilegur notendum strax
-
Stjórnendur (e. administrators) geta stýrt hverjir hafa heimildir til að bæta við reitum úr töflum á síður
- Þessa virkni er þó ekki hægt að nota til að bæta við reitum í töflur og getur áfram þurft aðstoð forritara til að bæta við flóknum töflureitum
Sjá nánar: Add existing table fields to optimize your pages | Microsoft Learn
Loka fyrir breytingar á ákveðnum reitum
Nú getur stjórnandi læst möguleika notenda til að breyta ákveðnum reitum á síðum (e. page). Þetta getur hver og einn notandi gert fyrir sig eða stjórnandi fyrir hlutverkið (e. role) í heild.
Sjá nánar: Mark fields as read-only when customizing UI | Microsoft Learn
Nýir flýtilyklar
Hingað til hefur flýtileiðin ALT+DOWN verið notuð til að fá upp fellilista í reitum. Nú er búið að bæta við flýtilykli til að opna það spjald sem valið er í línunni. Sú flýtileið er CTRL+ALT+DOWN. Sjá nánar í myndbandinu hér fyrir neðan.
CTRL+ALT+DOWN er flýtileið á nýja virkni, sýna upplýsingar, sem einnig er hægt að velja handvirkt í fellilista.
Sjá nánar: Show related record details from lookup | Microsoft Learn
Leit að síðum og gögnum í appi (fyrir síma/spjaldtölvur)
Búið er að bæta við leitarmöguleikanum í Business Central appinu sem notað er í síma og spjaldtölvum.
- Notandi getur leitað að öllum síðum og í þeim gögnum sem hann hefur heimildir til
- Hægt er að bókamerkja (e. bookmark) síður líkt og í vafra
Sjá nánar: Search for pages and data in the mobile app | Microsoft Learn
Prentun og skönnun strikamerkja
Virkni fyrir strikamerki hefur verið bætt í nýjustu útgáfu Business Central.
Prentun strikamerkja
Aðgerðinni Prenta merkimiða (e. print label) hefur verið bætt við á eftirfarandi síður:
- Vöruspjald og vörulista - skýrslan prentar Vörunúmer, Lýsingu og GTIN sem 1D og 2D strikamerki
- Vörutilvísanir og vörutilvísanalista - skýrslan prentar Vörunúmer, Lýsingu, Mælieiningu og Tilvísunarnr sem 1D og 2D strikamerki
- Lotunr.upplýsingaspjald og Lotunr. upplýsingalista -skýrslan prentar Vörunúmer, Lýsingu og Lotunúmer sem 1D og 2D strikamerki
- Raðnúmeraupplýsingaspjald og Raðnr. upplýsingalista - skýrslan prentar Vörunúmer, Lýsingu og Raðnúmer sem 1D og 2D strikamerki
Skönnun strikamerkja
Í nýjustu útgáfu af appinu fyrir Business Central er kominn möguleiki á að nota myndavél síma eða spjaldtölvu til að skanna strikamerki.
Sjá nánar: Business Central 2023 wave 2 (BC23): Print and scan barcodes (No customization)
Breyting gagna í Excel möguleg á fleiri stöðum
Það hefur verið hægt að breyta gögnum á ákveðnum síðum í Excel um nokkurt skeið en nú hefur þeim möguleika verið bætt við á 14 nýjum stöðum, þar á meðal fyrir færslubækur, vinnublöð, vörur og vöruhús.
Hér má finna ítarlegri upplýsingar og tæmandi lista: Edit in Excel on item journals and warehouse worksheets | Microsoft Learn
Samstæðuuppgjör milli Business Central umhverfa
Nú eru mögulegt að gera samstæðuuppgjör milli fyrirtækja sem ekki eru í sama Business Central umhverfi.
- Uppsetning á tengingunni milli umhverfa fer fram í því fyrirtæki sem samstæðuuppgjörið er unnið. Þar er sett upp fyrirtækiseining fyrir það fyrirtæki sem á að sækja frá gögn og vísað í þá API endastöð sem tilheyrir því.
Sjá nánar hér: Consolidate financial information across environments in multicompany setups | Microsoft Learn
Fleiri gagnlegar breytingar
Aðgreining vafraflipa (e. browser tabs)
Nú er hægt að sjá á vafraflipanum nafn þess lista eða spjalds sem opið er og einnig hvaða fyrirtæki flipinn tilheyrir. Þetta getur verið afar hjálplegt þegar verið er að vinna í mörgum flipum samtímis og/eða í mismunandi fyrirtækjum í grunninum.
- Til þess að fyrirtæki sjáist þarf að vera búið að skilgreina fyrirtækismerki í stofngögnum fyrirtækis
Sjá nánar: Distinguish between browser tabs when multitasking | Microsoft Learn
Deildu læsilegum hlekk
Þegar hlekkur er afritaður og honum deilt með öðrum þá sést núna á hlekknum hvað hann inniheldur, þ.e. um hverskonar spjald, lista eða skjal er að ræða.
- Fremst birtist heitið á spjaldinu/listanum/skjalinu og ef fleiri en eitt fyrirtæki er í grunninum sést úr hvaða fyrirtæki hlekkurinn er

Breyting á villuskilaboðum
Villuskilaboð eru nú rauð í stað þess að vera gul líkt og áður.
Þessi útgáfa er einungis aðgengileg notendum í Microsoft skýinu
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kanna möguleika þess færa sig yfir í Microsoft skýið að hafa samband með því að smella hér.
Athugið að þó að Microsoft hafi tilkynnt að öll ofangreind virkni verði gefin út og aðgengileg notendum gæti afhending breyst og áskilur Microsoft sér rétt til að seinka eða hætta við útgáfu ef nauðsynlegt reynist.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman