Það getur verið snúið og tímafrekt að setja fram flókin viðskiptagögn á einfaldan hátt og það krefst oft sérþekkingar sem getur verið dýrt að afla. Nú er komin lausn við því með Power BI fjárhagsskýrslu Wise.
Með fyrirfram hannaðri fjárhagsskýrslu Wise í Power BI eru hrá viðskiptagögn úr Business Central í skýinu sett fram á skýran hátt sem sparar bæði tíma og fjármuni. Engin sérþekking er nauðsynleg til að nýta Power BI appið og skýrslan veitir innsýn í gögn sem áður krafðist mikillar vinnu að nálgast. Skýrslan birtir lykilupplýsingar í rauntíma úr Business Central.
Hægt er að prófa Power BI appið frá Wise frítt í 30 daga.
Appið sjálft er aðgengilegt inni á AppSource markaðstorgi Microsoft. Það er einfalt að setja upp appið en nauðsynlegt er að sækja bæði appið og viðbætur til að klára uppsetningu en ferlið allt tekur innan við 10 mínútur.
Smelltu hér til að sækja Wise BC Financial Insights
Smelltu hér til að sækja Wise Insights Connector
Power BI fjárhagsskýrsla Wise
Fjárhagsskýrslur Wise birta lykilupplýsingar úr Business Central í skýinu og notendur geta síðan raðað saman eigin mælaborðum með myndritum úr ólíkum skýrslum. Þannig öðlast stjórnendur betri yfirsýn yfir reksturinn sinn og geta tekið upplýstar ákvarðanir um næstu skref.