Skip to main content

Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð

WiseFish verðlaunað í flokki stórfyrirtækja með yfir fimmtíu starfsmenn, fyrir skilvirkni í veiðum og fiskeldi. 

Verðlaunin voru veitt í áttunda sinn en verndarar þeirrar eru sjávarútvegsráðuneytið og Kópavogsbær. Verðlaunin settu lokapunktinn á viðburðaríkan fyrsta dag Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, en hún stendur yfir dagana 8.-10. júní.

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent í fyrsta skipti árið 1999 og er tilgangur þeirra að heiðra afburðafólk í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi og beina kastljósinu að hugmyndaríkustu og frumlegustu vörum ásamt því að veita framúrskarandi vörum og þjónustu viðurkenningu.

Verðlaunin í ár eru styrkt af Vónin, Bureau Veritas og Morgunblaðinu. Verðlaunahafar voru valdir af nefnd sérfræðinga undir formennsku Guðjóns Einarssonar, fyrrum ritstjóra Fiskifrétta, og Jason Holland, ritstjóra World Fishing & Aquaculture Magazine.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Gerðasafni, Kópavogi og njóta stuðnings bæði Fiskifrétta og World Fishing and Aquaculture magazine.

Hér fyrir neðan má sjá heildarlista yfir verðlaunahafa 8. verðlauna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar:

Sýningarverðlaun:

Besta nýjung kynnt á sýningunni

Hampiðjan – ljósleiðarakapall.

Besta sýningarrými að 50m²

Kæling og Micro

Besta sýningarrými yfir 50m²

Danski þjóðarskálinn

Íslensku verðlaunin:

Framúrskarandi skipstjóri

Gísli V. Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7

Framúrskarandi árangur í sjávarútvegi:

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar

Birgjar - vinnsluverðlaun

Framúrskarandi evrópskt fyrirtæki í vinnslu

Bakkafrost

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

WiseFish

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, fyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

Olen

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

Sæplast

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

ALVAR

Nýsköpunarverðlaun fyrir hliðarafurð

Marine Collagen

Besti alhliða birgirinn

Vónin

Grein frá Fiskifréttum 9. júní 2022. 
Greinina má lesa í heild sinni hér: https://fiskifrettir.vb.is/framurskarandi-fyrirtaeki-verdlaunud/

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.